Flokkaskipting og verðlaunareglur

Dagsetning gildistöku: 01.01.2009

Þegar köttur er orðinn 10 mánaða keppir hann í flokkum fullorðinna, byrjar í flokki 9 (ógeldir kettir) eða flokki 10 (geldir kettir). Hann keppir síðan í sínum flokk þar til hann er búin að ná þeim stigum sem krafist er og færist þá upp um einn flokk.

Flokkarnir eru:

Flokkur 12 Kettlingar

Hreinræktaður köttur á aldrinum 4-7 mánaða, geldur eða ógeldur. Aldurinn miðast við sýningardag.

Flokkur 11 Ungdýr

Hreinræktaður köttur á aldrinum 7-10 mánaða, geldur eða ógeldur. Aldurinn miðast við sýningardag.

Flokkur 10 Opinn geldinga

Geldur hreinræktaður köttur sem hefur náð 10 mánaða aldri. Í flokki 10 er keppt um CAP stig. Minnst 93 punkta (af 100 mögulegum) þarf til að fá CAP stig. Fái köttur 3 sinnum CAP stig hjá 3 dómurum fær kötturinn titilinn PR, Meistari geldra (Premier) og fer að keppa í flokki 8.

Flokkur 9 Opinn

Ógeldur hreinræktaður köttur sem hefur náð 10 mánaða aldri. Í flokki 9 er keppt um CAC stig. Minnst 93 punkta (af 100 mögulegum) þarf til að fá CAC stig. Fái köttur 3 sinnum CAC stig hjá 3 dómurum fær kötturinn titilinn CH, Meistari (Champion) og fer að keppa í flokki 7.

Flokkur 8 Meistari geldinga (PR)

Geldur hreinræktaður köttur sem hefur þegar fengið 3 CAP stig. Köttur í flokki 8 keppir um CAPIB stig. Minnst 95 punkta (af 100 mögulegum) þarf til að fá CAPIB stig. Fái köttur 5 sinnum CAPIB stig hjá 3 dómurum fær kötturinn titilinn IP, Alþjóðlegur meistari geldra (International Premier) og fer að keppa í flokki 6.

Flokkur 7 Meistari (CH)

Hreinræktaður köttur sem hefur þegar fengið 3 CAC stig. Köttur í flokk 7 keppir um CACIB stig. Minnst 95 punkta (af 100 mögulegum) þarf til að fá CACIB stig. Fái köttur 5 sinnum CACIB stig hjá 3 dómurum fær kötturinn titillinn IC, Alþjóðlegur meistari (International Champion) og fer að keppa í flokki 5.

Flokkur 6 Alþjóðlegur meistari geldinga (IP)

Geldur hreinræktaður köttur sem þegar hefur fengið 5 CAPIB stig. Köttur í flokki 6 keppir um CAGPIB stig. Minnst 96 punkta (af 100 mögulegum) þarf til að fá CAGPIB stig. Fái köttur 7 sinnum CAGPIB stig hjá 5 dómurum fær kötturinn titilinn GIP, Alþjóðlegur stórmeistari geldra (Grand International Premier) og fer að keppa í flokki 4.

Flokkur 5 Alþjóðlegur meistari (IC)

Hreinræktaður köttur sem þegar hefur fengið 5 CACIB stig. Köttur í flokki 5 keppir um CAGCIB stig. Minnst 96 punkta (af 100 mögulegum) þarf til að fá CAGPIB stig. Fái köttur 7 sinnum CAGCIB stig hjá 5 dómurum fær kötturinn GIC, Alþjóðlegur stórmeistari (Grand International Champion) og fer að keppa í flokki 3.

Flokkur 4 Alþjóðlegur stórmeistari geldinga (GIP)

Geldur hreinræktaður köttur sem þegar hefur fengið 7 CAGPIB stig. Köttur í flokki 4 keppir um CAPS stig. Minnst 97 punkta (af 100 mögulegum) þarf til að fá CAPS stig. Fái köttur 10 sinnum CAPS stig hjá 7 dómurum fær kötturinn titilinn SP, Æðsti meistari geldinga (Supreme premier) og fer að keppa í flokki 2.

Flokkur 3 Alþjóðlegur stórmeistari (GIC)

Hreinræktaður köttur sem þegar hefur fengið 7 CAGCIB stig. Köttur í flokki 3 keppir um CACS stig. Minnst 97 punkta (af 100 mögulegum) þarf til að fá CACS stig. Fái köttur 10 sinnum CACS stig hjá 7 dómurum fær kötturinn titilinn SC, Æðsti meistari (Supreme Champion) og keppir eftir það í flokki 1.

Flokkur 2 Æðsti meistari geldinga (SP)

Geldur hreinræktaður köttur sem þegar hefur fengið 10 CAPS stig. Flokkur 2 er efsti flokkur sem geldingur getur keppt í og keppir hann því ekki um fleiri titla heldur heiðursverðlaun.

Flokkur 1 Æðsti meistari (SC)

Hreinræktaður köttur sem þegar hefur fengið 10 CACS stig. Flokkur 1 er efsti flokkur sem köttur getur keppt í og keppir hann því ekki um fleiri titla heldur heiðursverðlaun.

Ef kötturinn er geldur eftir að hafa unnið sér inn titil, þá heldur hann þeim titli og byrjar að keppa til CAP stiga flokki 10.

Flokkur 14 Húskettir

Flokkur fyrir húsketti sem eru eldri en 4 mánaða (með skráningarskírteini). Þeir fá ekki punkta né stig, en má raða í verðlaunasæti I, II, III og IV.

Flokkur 19 Got

Flokkur fyrir got, en í goti þurfa að vera minnst 3 kettlingar á aldrinum 4 til 7 mánaða. Valið er besta got sýningar í hverjum tegundaflokki.

Einkunnir sem gefnar eru í öllum flokkum nema flokkunum European Champion og European Premier, Húskattaflokki og flokkum óviðurkenndra tegunda:

EXCELLENT minnst 88 punktar
VERY GOOD minnst 76 punktar
GOOD minnst 61 punktur

Aðrir verðlaunaflokkar

BIV - Best/ur í lit eða afbrigði (Best In Variety)

Þessi verðlaun eru veitt í flokkum kettlinga, ungdýra, fullorðinna og geldra. Það þurfa að vera minnst 3 kettir í sama lit/afbrigði í hverjum aldursflokki til að BIV sé veitt og kettirnir þurfa að ná 95 punktum. Heimilt er að setja saman aldursflokkana og veita BIV í samanlögðum flokkum, en þó má ekki setja saman gelda og ógelda.

NOM - Tilnefning til BIS verðlauna (Nomination for BIS)

Hver dómari velur fress og læðu í flokki fullorðinna og geldra auk eins kettling og eins ungdýrs í hverjum tegundflokki og kettirnir þurfa að ná minnst 97 punktum.

BIS -  Besti köttur í í tegunda- og sýningarflokki (Best in Show)

Þessi verðlaun eru veitt í flokkum kettlinga, ungdýra, fullorðinna og geldinga.