Verðlaun á sýningunum

Rétt er að byrja á því að útskýra að allar kattategundir sem viðurkenndar eru af FIFé skiptast í fjóra hópa, þessir hópar eru kallaðar Catigoríur, skammstafað CAT. Ekki er keppt á milli Catiogría, enda svipaðir kettir flokkaðir saman í hóp og harla sanngjarnt að bera þá saman.

Best In Variety

BIV eru verðlaun sem veitt eru innan tegundar og litagrúppu. Það verða að vera a.m.k. 3 einstaklingar í sama lit/afbrigði í hverjum flokki til að BIV sé veitt.

Dómari má þó setja saman karlkyns kettlinga með fullorðnum karldýrum eða  kvennkyns kettlinga með fullorðnum kvendýrum til að velja Best In Variety. En þó má aldrei blanda saman geldum og ógeldum vegna ýmissa undanþága sem geldir kettir hafa á sýningum.

Gott að hafa í huga að í tegundum sem ekki eru dæmdar í litagrúppum verða þeir að vera í sama lit til að hægt sé að velja BIV.

Nomination for Best in Show

Á sýningu hefur dómari heimild til að tilnefna sex einstaklinga úr hverri Catigoríu til úrslita:

  • 1 kettling
  • 1 ungdýr
  • 1 gelda læðu
  • 1 geldann fress
  • 1 ógelda læðu
  • 1 ógeldann fress

þeir einstaklingar sem tilnefndir eru til úrslita fá rósettu frá dómaranum með skammstöfuninni NOM.

Best In Show

Þeir kettir sem hlotið hafa NOM fá að keppa í úrslitunum, þar keppa þeir við samskonar ketti í sömu Catiogríu, sem aðrir dómarar hafa tilnefnt til úrslita, þetta eru því að öllu jöfnu bestu eintökin á þessari sýningu. Aðeins sex einstaklingar standa uppi sem BIS í hverri Catigoríu, alveg sama hversu margir kettir tóku þátt á sýningunni eða hversu margir dómarar voru til að tilnefna dýr í úrslitin, samkeppnin getur því orðið ansi mikil á stórum sýningum.

  • 1 BIS kettlingur í CAT. II
  • 1 BIS ungdýr í CAT. II
  • 1 BIS geld læða í CAT. II
  • 1 BIS geldur fress í CAT. II
  • 1 BIS ógeld læða í CAT. II
  • 1 BIS ógeldur fress í CAT.II

BIS eru hæðstu verðlaun sem hægt er að vinna á FIFé sýningu.