Fréttir og tilkynningar

30 ágúst 2022

Haustsýningar Kynjakatta 2022

Haustsýningar kynjakatta verða 8. og 9. október í reiðhöllinni í Víðidal.

Vinsamlegast takið helgina frá og sjáumst hress á sýningu.

Það er búið að loka fyrir skráningu á sýningu og komnir um 89 kettir.

Dómarar á sýningunum verða:
Pia Nyman                            1b, 2, 3, 4
Marjatta Koskenkangas   1, 2, 4
Anne Paloluoma                1, 2, 3, 4c.

Skreytingarþema nú er norðurljósin.

Kveðja
Stjórn Kynjakatta

1 maí 2022

Aðalfundur 30.apríl 2022

Aðalfundur 2022

Aðalfundur var haldin þann
30. apríl kl. 13:00 á Grand Hótel Reykjavík, í Gallerý salnum.

Á dagskrá fundarins var:


Hefðbundin aðalfundarstörf
þar með talið kosning til stjórnar og nú var kosið um varaformann, ritara, gjaldkera og sýningarstjóra.

Þau sem voru í þessum stöðum buðu sig fram aftur, engin mótframboð bárust og þau því kosin einróma í sínar stöður til tveggja ára.
Lítilsháttar hækkun félagsgjalda eða 250.- krónur var samþykkt á fundinum og tekur gildi á næsta ári.
Kveðja Stjórnin

12 janúar 2022

Vorsýningar 2022

Vorsýningar 2022
Vorsýningar Kynjakatta verða 12. og 13. mars í reiðhöllinni í Víðidal og með svipuðu sniði og var í haust og reyndist vel.
Þemað verður "Winter Wonderland"
Opnað hefur verið fyrir skráningu á sýningarnar og opið til og með 12. febrúar eða þangað til 120 kettir hafa verið skráðir

Gátlisti fyrir sýningar.

Skráning á sýningu.

Athugið að það verður grímuskylda á sýningunum eins og síðast.(Í skoðun)

Nánar...

21 desember 2021

Gleðileg jól 2021

Kæru félagsmenn og aðrir kattavinir.

Fyrir hönd stjórnar Kynjakatta óska ég ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári, þökkum árið sem er að líða.

Hafið það gott yfir hátíðarnar.
Loðið jólaknús og gangi ykkur vel með tréið.

Kær kveðja
Sigurður
Formaður Kynjakatta

En um leið og allir eru að hafa gott og gaman þá er vert að minna líka á allar hætturnar sem leynast víða nú yfir jól og áramót.Sjá nánar.

Nánar...

24 ágúst 2021

Haustsýningar 2021

Haustsýningar 2021

Kynjakettir áttu 30 ára afmæli vorið 2020 og höldum við upp á það með pompi og prakt á haustsýningum okkar 9. og 10 október 2021 í reiðhöllinni í Víðidal.
Þemað verður perlur og gull.
Búið að loka fyrir skráningu og komnir 115 kettir.
Sýningarnar eru opnar gestum 10 - 16 báða dagana, miðaverð 800 fyrir fullorðna og 400 fyrir 12 ára og yngri.
Afsláttur fyrir eldri borgara öryrkja og félagsmenn Kynjakatta.

Athugið að það er grímuskylda á sýningunum.

Nánar...