Fréttir og tilkynningar
Haustsýningar Kynjakatta 2023
7. og 8.október verða haustsýningarnar okkar í reiðhöllinni í Víðidal með svipuðu sniði og undanfarin ár.
Það er búið að loka fyrir skráningar og búið að skrá 128 ketti á sýningarnar.
Athugið, ef eitthvað er ófrágengið í sambandi við skráningu á sýningu þá verðum við að taka kettina af sýningarskrá, þetta á við t.d. félagsskráningu nýrra félaga, greiðslu félags og sýningargjalda og skráningu kettlinga og innfluttra katta. Því þarf að ganga frá þessum málum sem fyrst.
Dómarar okkar að þessu sinni eru allar með réttindi til að dæma alla tegundarhópa.(Allbreed)
Anna Wilczek frá Póllandi.
Donatella Mastrangelo frá Ítalíu.
Olga Komissarova frá Eistlandi.
Skreytingarþema sýninganna að þessu sinni er "Villta vestrið"
Kveðja
Stjórn Kynjakatta
Takmarkanir á Rússland halda áfram.
Aðalfundur 22.apríl 2023
Aðalfundur 2023 var haldin þann 22. apríl kl. 13:00 í Félagsheimili Fáks, Vatnsveituvegi, 110 Reykjavík.
Á dagskrá fundarins var:
Hefðbundin aðalfundarstörf þar með talið kosning til stjórnar og nú verður kosið um formann, ritara og gjaldkera.
Engin bauð sig fram í þessar stöður á móti sitjandi stjórnarliðum og stjórn samþykkt óbreytt.
Smá breytingar á nefndum sem sjá má á heimasíðunni.
Óbreytt félagsgjöld samþykkt.
Engar reglu eða lagabreytingar lágu fyrir þennan fund en mögulega boðað til reglubreytingar fundar síðar á árinu þar sem þurfa þykir að nútímavæða og skerpa á vissum hlutum.
Aðalfundur FIFe 2023 aðeins ræddur en þar sem fyrirliggjandi tillögur að lagabreytingum hafa ekki verið opinberlega birtar þá var ekki hægt að ræða einstök atriði en rætt um að reyna að vera með netfund eða spjall. Það verður skoðað með tilliti til hvenær FIFe birtir tillögurnar og hvort að einhverjar þeirra hafa áhrif á starf okkar hér og þær tegundir sem hjá okkur eru ræktaðar.
Rætt um að skoða hvort hægt væri að fá sérfræðinga til landsins og hvernig það yrði útfært.
Þökkum góða mætingu á fundinn.
Kveðja Stjórnin.
Vorsýningar 2023

Vorsýningar 2023
Það er búið að loka fyrir skráningu á sýningarnar, 133 kettir skráðir og unnið að því að fá einn dómara í viðbót.
Vorsýningar Kynjakatta verða 4. og 5. mars í reiðhöllinni í Víðidal og með svipuðu sniði og áður.
Þemað verður "Kóngar & drottningar"
Opnað hefur verið fyrir skráningu á sýningarnar og opið til og með 4. febrúar eða þangað til 80 kettir hafa verið skráðir.
Gátlisti fyrir sýningar.
Skráning á sýningu.
Ársbyrjun 2023
Kæru félagsmenn og aðrir kattavinir.
Gleðilegt nýtt ár og þökkum stundir á liðnum árum.
Nú líður að því að við opnum fyrir skráningu á vorsýningarnar okkar sem verða haldnar 4. og 5. mars í Reiðhöllinni í Víðidal og því rétt að minna fólk á að finna ættbækurnar og gera sig tilbúin í að skrá. Viljum einnig minna ræktendur sem ætla að koma með dýr sem ekki er búið að sækja um ættbók fyrir að gera það sem fyrst.
Eins og vanalega mun vanta fólk í að setja upp sýningarnar, taka allt niður eftir þær og einnig vantar yfirleitt einhverja dómþjóna þannig að endilega vera í sambandi þegar nær dregur ef þið getið hjálpað til því margar hendur vinna létt verk.
Kær kveðja
Stjórn Kynjakatta