Fréttir og tilkynningar

21 mars 2023

Aðalfundur 22.apríl 2023




 

Aðalfundur 2023 verður haldin þann 22. apríl kl. 13:00 í Félagsheimili Fáks, Vatnsveituvegi, 110 Reykjavík.


Á dagskrá fundarins verða:

Hefðbundin aðalfundarstörf þar með talið kosning til stjórnar og nú verður kosið um formann, ritara og gjaldkera.

Þeir sem hafa áhuga á að bjóða sig fram er bent á að senda tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir 8.apríl með upplýsingum um sig og hvaða stöðu framboðið er í.

Kveðja Stjórnin
.

 

14 janúar 2023

Vorsýningar 2023

Vorsýningar 2023

Það er búið að loka fyrir skráningu á sýningarnar, 133 kettir skráðir og unnið að því að fá einn dómara í viðbót.

Vorsýningar Kynjakatta verða 4. og 5. mars í reiðhöllinni í Víðidal og með svipuðu sniði og áður.
Þemað verður "Kóngar & drottningar"
Opnað hefur verið fyrir skráningu á sýningarnar og opið til og með 4. febrúar eða þangað til 80 kettir hafa verið skráðir.



Gátlisti fyrir sýningar.

Skráning á sýningu.

Nánar...

12 janúar 2023

Ársbyrjun 2023

Kæru félagsmenn og aðrir kattavinir.

Gleðilegt nýtt ár og þökkum stundir á liðnum árum.

Nú líður að því að við opnum fyrir skráningu á vorsýningarnar okkar sem verða haldnar 4. og 5. mars í Reiðhöllinni í Víðidal og því rétt að minna fólk á að finna ættbækurnar og gera sig tilbúin í að skrá. Viljum einnig minna ræktendur sem ætla að koma með dýr sem ekki er búið að sækja um ættbók fyrir að gera það sem fyrst.

Eins og vanalega mun vanta fólk í að setja upp sýningarnar, taka allt niður eftir þær og einnig vantar yfirleitt einhverja dómþjóna þannig að endilega vera í sambandi þegar nær dregur ef þið getið hjálpað til því margar hendur vinna létt verk.

Kær kveðja
Stjórn Kynjakatta

30 ágúst 2022

Haustsýningar Kynjakatta 2022

Haustsýningar kynjakatta verða 8. og 9. október í reiðhöllinni í Víðidal.

Vinsamlegast takið helgina frá og sjáumst hress á sýningu.

Það er búið að loka fyrir skráningu á sýningu og komnir um 89 kettir.

Dómarar á sýningunum verða:
Pia Nyman                            1b, 2, 3, 4
Marjatta Koskenkangas   1, 2, 4
Anne Paloluoma                1, 2, 3, 4c.

Skreytingarþema nú er norðurljósin.

Kveðja
Stjórn Kynjakatta

1 maí 2022

Aðalfundur 30.apríl 2022

Aðalfundur 2022

Aðalfundur var haldin þann
30. apríl kl. 13:00 á Grand Hótel Reykjavík, í Gallerý salnum.

Á dagskrá fundarins var:


Hefðbundin aðalfundarstörf
þar með talið kosning til stjórnar og nú var kosið um varaformann, ritara, gjaldkera og sýningarstjóra.

Þau sem voru í þessum stöðum buðu sig fram aftur, engin mótframboð bárust og þau því kosin einróma í sínar stöður til tveggja ára.
Lítilsháttar hækkun félagsgjalda eða 250.- krónur var samþykkt á fundinum og tekur gildi á næsta ári.




Kveðja Stjórnin