Skráning og verðskrá

 

Athugið að umsóknir um ættbækur, skráningarskírteini húskatta og eigendaskipti verða að berast mánuði fyrir sýningu til skráningarstjóra, ef það er ekki gert getur viðkomandi dýr ekki tekið þátt í þessum sýningum.

 

Formleg staðfesting ætti að berast þeim sem skráir í tölvupósti eftir sirka 7 daga frá skráningu. Hafir þú ekki fengið staðfestingu, sendu þá póst á siggi@kynjakettir.is.

Dýralæknaskoðun er eingöngu á laugardegi, ef einungis á að sýna kött á sunnudegi verður að mæta með hann í dýralæknaskoðun á laugardegi.

Verðskrá sýninga

Fyrsti köttur 6.300kr
Annar köttur o.fl. 4.200 kr
Got (lágmark 3 kettlingar) 12.900 kr
Félagsköttur (ekki dæmdur) 2.200 kr
Litadómur 1.800 kr
Húsköttur (verður að hafa skráningaskírteini hjá Kynjaköttum) 2.500 kr

Ný verð tóku gildi 10. janúar 2018.

Greiða með greiðslukorti

Sýningareglur Kynjakatta og FIFe gilda á sýningunum, farið vel yfir Gátlistann til að vera viss um að ekkert gleymist.

Eingöngu meðlimir Kynjakatta sem greitt hafa félagsgjöldin og skilað inn umsókn um félagsaðild geta sýnt ketti á sýningunum.