Reglur um bólusetningar

Fyrir sýningar félagsins gilda eftirfarandi reglur og tilmæli varðandi bólusetningar katta:

  • Kettir á aldrinum 4-12 mánaða skulu hafa fengið tvær upphafsbólusetningar gegn kattafári og kattainflúensu með u.þ.b. 3-4 vikna millibili, þá síðari í síðasta lagi 15 dögum fyrir sýningu. Mælt er með að kettlingar fái fyrstu bólusetningu á aldrinum 8-12 vikna .
  • Kettir 12 mánaða og eldri þurfa að vera með vottorð frá dýralækni um að bólusetning kattarins sé í gildi. Kettir skulu bólusettir í síðasta lagi 15 dögum fyrir sýningu. Ef ekki kemur fram gildistími bólusetningar í vottorðinu má ekki vera liðið meira en 1 ár frá síðustu bólusetningu.
  • Ef kettir eru bólusettir geng hundaæði (Rabies) skulu að minnsta kosti liðnar 3 vikur (21 dagur) frá bólusetningu gegn hundaæði.

 

Athugið að reglur um bólusetningar breyttust 01.01.2008.
Ekki er lengur nægilegt að bólusetja ketti annað hvort ár, nema að dýralæknir skrái gildistíma bólusetningar í vottorð til tveggja ára.