Félagsaðild

Til að gerast félagsmaður í Kynjaköttum þarf að fylla út og senda inn umsókn um félagsaðild ásamt því að borga félagsgjaldið.

Hverjir geta sótt um félagsaðild?

Kattaræktendur, kattaeigendur og annað áhugafólk um ketti.

Hvað kostar að vera félagsmaður?

Félagsgjald er ákveðið af félagsmönnum sjálfum á aðalfundum Kynjakatta árlega, því getur það verið breytilegt ár frá ári. Sjá verðskrá félagsins.

Hver er munurinn á fjölskyldufélags- og einstaklingsaðild?

Tvenns konar félagsaðild er í boði, annars vegar almenn félagsaðild sem gildir fyrir einn einstakling og hins vegar fjölskyldufélagsaðild sem gildir fyrir þann sem greiðir og ákveðna einstaklinga með sama lögheimili (tilgreindir af greiðanda á umsóknareyðublaði). Ef greiðandi tiltekur ekki hvaða einstaklingar eru með í fjölskyldufélagsaðildinni er ekki hægt að senda út félagsskírteini á þá einstaklinga.

Hvernig greiði ég félagsgjaldið í fyrsta skipti?

Með millifærslu í heimabanka yfir á reikning Kynjakatta:

Kennitala: 460490-1549
Reikningur: 513-14-406589

Munið að prenta út kvittun og senda inn með umsókninni.

Ég er búin að borga, er ég þá ekki meðlimur?

Félagsaðild er ekki talin fullgild fyrr en búið er að skila inn umsókn ásamt kvittun fyrir greiðslu á félagsgjaldinu.

Ég er meðlimur, hvernig er félagsgjaldið innheimt?

Kynjakettir senda úr greiðsluseðla fyrir félagsgjöldum sem birtast í heimabanka.

Einnig er þó hægt að millifæra fyrir félagsgjaldi inn á reikning Kynjakatta og er þá mikilvægt að senda afrit af kvittun til umsjónarmanns félagatals.

Afsláttarkjör fyrir félagsmenn

Félagsmönnum standa eftirfarandi afsláttarkjör til boðað gegn framvísun félagsskírteinis:

Garðheimar
10% afsláttur af öllum vörum (frá 06.01.2011). Í skoðun 15.01.2019

Dýraland
10% afsláttur af öllum vörum (frá 14.06.2006). Í skoðun 15.01.2019