Um félagið

Tekið á undirbúningsfundi fyrir stofnun félagsins, árið 1990 Tekið á undirbúningsfundi fyrir stofnun félagsins, árið 1990

Kynjakettir, Kattaræktarfélag Íslands er félag kattaræktenda, kattaeigenda og áhugafólks um ketti.

Félagið var stofnað þann 5. apríl 1990. Forvígismenn stofnunar félagsins voru Þórður J. Þórisson og Vignir Jónsson. Stofnfundinn sátu 25 manns, en stofnfélagar voru um 40. Í dag eru félagsmenn um 170.

Kynjakettir eru meðlimir í FIFé, sem eru alþjóðasamtök kattaræktarfélaga.

Markmið Kynjakatta

Aðalmarkmið félagsins er að stuðla að kattarækt hérlendis með hag kattanna að leiðarljósi. Einnig að stuðla að jákvæðu viðhorfi til katta og kattahalds.

Kynjakettir sjá um ættbókaskráningu hreinræktaðra katta, halda sýningar og gefa út fréttablað tvisvar á ári, félagsmönnum til fróðleiks og skemmtunar.

Kynjakettir hvetja kattaáhugafólk að kynna sér sýningarnar og taka þátt í þeim. Endilega hafið samband ef eihverjar spurningar vakna.

Rekstur félagsins

Stjórn félagsins sér um daglegan rekstur en í því felast ýmissleg störf. Hápunktur félagsstarfsins er án efa alþjóðlegu kattasýningarnar sem haldnar eru tvisvar á ári.

Vinsamlegast hafið í huga að Kynjakettir eru ekki með starfræka skrifstofu og eru störf félagsins unnin í sjálfboðavinnu.

Bankaupplýsingar

Kennitala: 460490-1549
Vsk númer: 31583
Reikningur: 513-26-405550

Skráningarstjóri Kynjakatta

Þórunn I. Einarsdóttir
Reykjabyggð 10, 270 Mosfellbæ
Sími: 699-7218 
skraningarstjori@kynjakettir.is

Gjaldkerar Kynjakatta

Anna María Moestrup / Thelma Stefánsdóttir
Sólheimum 27, 104 Reykjavík
Sími: 695 0021 (Anna María)
gjaldkeri@kynjakettir.is