Reglur Kynjakatta um sýningar

Dagsetning gildistöku: 17.01.2006 og 01.07.2006

1. gr.

Aðeins þeir kettir sem hafa fengið útgefna ættbók eða skráningarskírteini frá félaginu eða hafa verið skráðir hjá félaginu samkvæmt 8. gr. reglna Kynjakatta um útgáfu ættbóka, sbr. grein 4.3 í ræktunar- og skráningarreglum FIFe, eru leyfðir á sýningum félagsins.

2. gr.

Framvísa skal ættbókum eða skráningarskírteinum fyrir alla ketti við komu á sýningar félagsins.

3. gr.

Stjórn er heimilt að gera undanþágu frá 1. og 2. gr. á grundvelli greinar 8.2. í sýningarreglum FIFe.

4. gr.

Allir kettir sem skráðir eru á sýningar félagsins skulu vera örmerktir með stöðluðu og einstöku örmerki. Örmerkið skal vera hægt að lesa með örmerkjaaflesara við komu kattar á sýningarstað.

5. gr.

Undanþágu frá 1. gr. hafa kettir sem sem auðkenndir hafa verið með húðflúri í eyra af dýralækni fyrir 1. júlí 2006.

6. gr.

1.-3. gr. reglna þessara taka gildi frá og með 17. janúar 2006 en 4. og 5. gr. reglnanna öðlast gildi frá og með 1. júlí 2006.