Fræðslufundur vegna lagabreytinga um HCM

24. apríl 2017

Fræðslu- og kynningarfundur verður haldinn næstkomandi laugardag 29. apríl kl. 14.  Kynningin fer fram í húsnæðinu á móti Dýraspítalanum í Garðabæ, eða að Kirkjulundi 19.

Á fræðslufundinum verður fjallað um HCM hjartasjúkdóminn í köttum og verður MyBPC3 genið tekið þar sérstaklega fyrir. Farið verður einnig yfir reglugerðarbreytingar um útgáfu ættbóka (greinar nr. 2.1, 2.2 og 2.3) sem óskað hefur verið eftir af félagsmönnum. Mun fundurinn verða einnig sýndur á live á Facebook síðu Kynjakatta.

Vonumst að sjá sem flesta.

Stjórnin.