Aðalfundur 2017 og fræðslufundur fyrir félagsmenn

18. apríl 2017

Kynningar- og fræðslufundur verður haldinn laugardaginn 29. apríl fyrir félagsmenn en breyting hefur orðið á dagsetningu fyrir aðalfund, en hann verður sunnudaginn 21. maí kl. 14:00 á Kaffi Reykjavík. Staðsetning og tímasetning fyrir fræðslufundinn verður komin á hreint eftir helgi.

Á fræðslufundinum verður fjallað um HCM hjartasjúkdóminn í köttum og verður MyBPC3 genið tekið þar sérstaklega fyrir. Farið verður einnig yfir reglugerðarbreytingar um útgáfu ættbóka (greinar nr. 2.1, 2.2 og 2.3) sem óskað hefur verið eftir af félagsmönnum. Mun fundurinn verða einnig sýndur á live á Facebook síðu Kynjakatta.

Á aðlafundi verður kosið í eftirfarandi stöður innan stjórnar:

  • Formaður
  • Ritari
  • Gjaldkeri

Núverandi formaður og ritari gefa ekki kost á sér aftur.

Framboð þurfa að berast fyrir 7. maí 2017 á netfangið: kynjakettir@kynjakettir.is

Einnig má framboðið vera skriflegt en það skal þá senda á:

Kynjakettir Kattaræktunarfélag Íslands
bt. Jóna Dögg Sveinbjörnsdóttir
Hallakur 1, íb. 203,
210 Garðabæ

Á framboði skal tekið fram nafn þess er sækir um, kennitala og hvaða embætti er verið að bjóða sig fram í.

Athugið að til þess að geta boðið sig fram verður viðkomandi að vera búinn að greiða félagsgjöldin fyrir árið 2017, hafa skilað inn umsókn um félagsaðild og vera 18 ára eða eldri.

Ef einhverjar spurningar vakna varðandi stöðurnar má senda fyrirspurn á Jónu: jonadogg@kynjakettir.is.

 

Dagskrá fundarins - samkvæmt lögum félagsins:

1. Nefndir gera grein fyrir störfum sínum.
2. Ræktunarráð gerir grein fyrir störfum sínum.
3. Stjórn félagsins gerir grein fyrir störfum sínum.
4. Stjórn félagsins leggur fram endurskoðaða reikninga félagsins.
5. Ákvörðun félagsgjalda.
6. Lagabreytingar.
7. Kosningar til stjórnar, sbr. 22. gr.
8. Kosningar í embætti tveggja félagslegra skoðunarmanna og eins til vara.
9. Önnur mál.


Komið hafa fram tillögur um lagabreytingar:
Óskað er eftir breytingu á lögum sem samþykkt voru á aðalfundi 2016 um útgáfu ættbóka.

Lína 5 í 2.1 er svohljóðandi:
- Skráningarstjóri skal skrá MyBPC3 stöðu foreldra afkvæma skilmerkilega í ættbók.

Breyting:
- Skráningarstjóri skal skrá MyBPC3 stöðu Ræktunardýra skilmerkilega í gagnagrunn Kynjakatta.

Síðar kom fram ósk um þessa breytingu:
Óskað er eftir að breytingu á 2. gr. laga um útgáfu ættbóka:
2. gr. er svohljóðandi:
„Félagsmenn KKÍ skulu sækja um ættbækur fyrir alla kettlinga sem þeir rækta og skal skrá alla kettlinga í goti samtímis. Umsóknir skulu vera á þar til gerðum umsóknareyðublöðum sem fást hjáF KKÍ hverju sinni. Með umsókn skulu fylgja þau gögn sem tilgreind eru á umsóknareyðublöðunum. Pörunarvottorð, undirritað af eiganda fresskattarins, skal fyglja umsókn um ættbækur. Undanþága frá þessari reglu er veitt vegna katta sem ekki uppfylla kröfur um RIEX eða LO skráningu. [Á umsóknareyðublaði skal tilgreina staðlað og einstakt örmerki allra kettlinga sem fæddir eru eftir 1. júlí 2006 og skal fylgja umsókninni staðfesting dýralæknis um að kettlingarnir hafi verið örmerktir.“

Breyting:
Ræktendur KKÍ skulu sækja um ættbækur fyrir alla kettlinga sem þeir rækta og skla skrá alla kettlinga í goti samtímis. Umsóknir skulu vera á þar til gerðurm umsóknareyðublöðum sem fást hjá KKÍ hverju sinni. Með umsíkn skulu fylgja þau gögn sem tilgreind eru á umsóknareyðublöðum. Pörunarvottorð, undirritað af eigand fresskattarins skal fylgja umsókn um ættbækur. Undaþága frá essari reglu er veitt vegna katta sem ekki uppfylla kröfur um RIEX eða LO skráningu. ( Á umsóknareyðublaði skal tilgreina staðlað go einstakt örmerki allra kettlinga sem fættur eru eftir 1. júlí 2006 og skal fylgja umsókninni staðfesting dýralæknis um að kettlingar hafi verið örmerktir) 1* Ræktendur skulu fylgja reglum FIFe eum genarannsóknir og framkvæma að lágmarki þ´r gengarannsóknir ( DNA) á ræktunardýrum sínum sem kveðið er á um í lögum og reglum FIFe, niðurstöður skulu varðveittar hjá KKÍ.
Neðangreindar undirgreinar 2.1, 2.2 og 2.3 verði felldar niður:

2.1. gr.
Þegar ræktaðir eru Maine Coon kettir:2
- Á öllum ræktunardýrum skal framkvæma DNA próf fyrir MyBPC3 geninu (HCM - Hypertropic Cardiomyopathy), nema að sannað sé að báðir foreldrar dýrsins séu ekki berar af MyBPC3.
- Skírteini frá rannsóknarstofu skulu bera skýrt og greinilega örmerki viðkomandi ræktunardýrs.
- Skráningarstjóri skal skrá MyBPC3 stöðu foreldra afkvæma skilmerkilega í ættbók.
- Berar af MyBPC3 má ekki para saman við aðra bera af MyBPC3 (tekur gildi 01.01.2019).

2.2. gr.
Þegar ræktaðir eru Norskir Skógarkettir:
- Á öllum ræktunardýrum skal framkvæma DNA próf fyrir GBE-1 geninu (GSD IV – glycogen storage diease), nema að sannað sé að báðir foreldrar dýrsins eru ekki berar af GSD IV.
- Skírteini frá rannsóknarstofu skulu bera skýrt og greinilega örmerki viðkomandi ræktunardýrs.
- Skráningarstjóri skal skrá GSD IV stöðu afkvæma skilmerkilega í ættbók. - Berar af GSD IV má ekki para saman við aðra bera af GSD IV

2.2. gr.
Þegar ræktaðir eru Ragdoll kettir:3
- Á öllum ræktunardýrum skal framkvæma DNA próf fyrir MyBPC3 geninu (HCM - Hypertropic Cardiomyopathy), nema að sannað sé að báðir foreldrar dýrsins eru ekki berar af MyBPC3.
- Skírteini frá rannsóknarstofu skulu bera skýrt og greinilega örmerki viðkomandi ræktunardýrs.
- Skráningarstjóri skal skrá MyBPC3 stöðu foreldra afkvæma skilmerkilega í ættbók.
- Berar af MyBPC3 má ekki para saman við aðra bera af MyBPC3 (tekur gildi 01.01.2019).

Tillaga stjórnar um lagabreytingar

Breytingar á lögum:
49. gr.
Óheimilt er að nota læðu 7 ára eða eldri til undaneldis nema með heilbrigðisvottorði frá dýralækni þar sem heilsan hennar er talin vera nægilega góð til að eiga got. Vottorðið verður vera gefið út fyrir pörun.

Tillaga stjórnar um breytingu á 18. gr. í lögum Kynjakatta

18. gr í lögum Kynjakatta hljóðar svo:
Komi fram tillaga um vantraust á stjórn eða einstaka stjórnarmeðlimi skal stjórn boða til félagsfundar, innan tveggja vikna frá þeim tíma er tillagan barst til stjórnar. Fundurinn er lögmætur ef tveir þriðju hlutar félagsmanna mæta. Tillagan hlýtur samþykki ef þrír fjórðu hlutar fundarmanna greiða henni atkvæði. Hljóti tillaga samþykki skal fundarstjóri boða til aukafundar innan tveggja vikna, með viku fyrirvara hið minnsta. Á þeim fundi skal kjósa bráðabirgðastjórn eða stjórnarmeðlim, sem gegnir embætti fram að næsta aðalfundi. Meirihluti atkvæði ræður kosningu. Framboð til stjórnar skal berast fundarstjóra fyrir upphaf fundar.

Tillaga að breytingu:
Komi fram tillaga um vantraust á stjórn eða einstaka stjórnarmeðlimi skal stjórn boða til félagsfundar, innan tveggja vikna frá þeim tíma er tillagan barst til stjórnar. Fundurinn er lögmætur ef 40 félagsmenn mæta. Tillagan hlýtur samþykki ef þrír fjórðu hlutar fundarmanna greiða henni atkvæði. Hljóti tillaga samþykki skal fundarstjóri boða til aukafundar innan tveggja vikna, með viku fyrirvara hið minnsta. Á þeim fundi skal kjósa bráðabirgðastjórn eða stjórnarmeðlim, sem gegnir embætti fram að næsta aðalfundi. Meirihluti atkvæði ræður kosningu. Framboð til stjórnar skal berast fundarstjóra fyrir upphaf fundar.Athugið að eingöngu félagsmenn sem greitt hafa félagsgjöld fyrir árið 2017 er mæta á fundinn hafa kosningarrétt nema óskað sé eftir að kjósa utan kjördæmis og skal þá senda fyrirspurn á stjorn@kynjakettir.is.