Skráningarstjóri verður frá í nokkrar vikur

25. febrúar 2017

Athugið ræktendur og aðrir sem óska eftir ættbókum: Skráningarstjóri verður frá í nokkrar vikur og þurfa því allar ættbókaumsóknir sem þurfa að vera tilbúnar fyrir sýningu að berast í seinasta lagi 1. mars 2017.

Vegna óviðráðanlegra aðstæðna verða ekki gefnar út ættbækur aftur fyrr í maí, nema í neyðartilfellum. Að sjálfsögðu er hægt að senda áfram inn umsóknir en þær munu verða til afgreiðslu í maí.

Ef vakna einhverjar spurningar vinsamlegst sendið fyrirspurn á stjorn@kynjakettir.is.