Aðalfundur í maí

25. febrúar 2017

Aðalfundur Kynjakatta verður haldinn laugardaginn 13. maí sunnudaginn 21. maí. Staðsetning og tímasetning verður tilkynnt þegar nær dregur.

Eftirfarandi stöður eru lausar hjá félaginu:

  • Formaður
  • Ritari
  • Gjaldkeri
  • Auglýsingastjóri

Einnig verður kosið í aganefnd á fundinum.

Umsóknir um framboð þurfa að berast fyrir 29. apríl 7. maí 2017 á netfangið: kynjakettir@kynjakettir.is.
Einnig má framboðið vera skriflegt en það skal þá senda á:

Kynjakettir Kattaræktunarfélag Íslands
bt. Jóna Dögg Sveinbjörnsdóttir
Hallakur 1, íb. 203,
210 Garðabæ

Á framboði skal tekið fram nafn þess er sækir um, kennitala og hvaða embætti er verið að bjóða sig fram í.

Athugið að til þess að geta boðið sig fram verður viðkomandi að vera búinn að greiða félagsgjöldin fyrir árið 2017, hafa skilað inn umsókn um félagsaðild og vera 18 ára eða eldri.

Ef einhverjar spurningar vakna varðandi stöðurnar má senda fyrirspurn á Jónu: jonadogg@kynjakettir.is.