Aðalfundur Kynjakatta 2016

18. apríl 2016

Maine Coon kisan Hiro. Mynd: Jóna Dögg Sveinbjörnsdóttir Maine Coon kisan Hiro. Mynd: Jóna Dögg Sveinbjörnsdóttir

Aðalfundur Kynjakatta verður haldinn laugardaginn 21. maí næstkomandi kl. 16 á Café Meskí, Fákafeni 11, 108 Reykjavík.

Kosið verður í eftirfarandi stöður innan stjórnar til tveggja ára:

  • Varaformaður
  • Sýningarstjóri
  • Ritari
  • Gjaldkeri

Umsóknir um framboð þurfa að berast fyrir 7. maí 2016 á netfangið: kynjakettir@kynjakettir.is.

Einnig má framboðið vera skriflegt en það skal þá senda á:

Kynjakettir Kattaræktunarfélag Íslands
Bt. Jóna Dögg Sveinbjörnsdóttir
Hallakur 1, íbúð 203,
210 Garðabæ.

Á framboði skal tekið fram nafn þess er sækir um, kennitala og hvaða embætti er verið að bjóða sig fram í.

Athugið að til þess að geta boðið sig fram verður viðkomandi að vera búinn að greiða félagsgjöldin fyrir árið 2016, hafa skilað inn umsókn um félagsaðild og vera 18 ára eða eldri.

Tillögur stjórnar um lagabreytingar:

Viðbætur við reglur Kynjakatta um útgáfu ættbóka:

2.1. gr. Maine Coon (tekur gildi 01.01.2017)
Þegar ræktaðir eru Maine Coon kettir:

  • Á öllum ræktunardýrum skal framkvæma DNA próf fyrir MyBPC3 geninu (HCM - Hypertropic Cardiomyopathy), nema að sannað sé að báðir foreldrar dýrsins séu ekki berar af MyBPC3.
  • Skírteini frá rannsóknarstofu skulu bera skýrt og greinilega örmerki viðkomandi ræktunardýrs.
  • Skráningarstjóri skal skrá MyBPC3 stöðu afkvæma skilmerkilega í ættbók.
  • Berar af MyBPC3 má ekki para saman við aðra bera af MyBPC3 (tekur gildi 01.01.2019).

2.2. gr. Norskir Skógarkettir
Þegar ræktaðir eru Norskir Skógarkettir:

  • Á öllum ræktunardýrum skal framkvæma DNA próf fyrir GBE-1 geninu (GSD IV – glycogen storage diease), nema að sannað sé að báðir foreldrar dýrsins eru ekki berar af GSD IV.
  • Skírteini frá rannsóknarstofu skulu bera skýrt og greinilega örmerki viðkomandi ræktunardýrs.
  • Skráningarstjóri skal skrá GSD IV stöðu afkvæma skilmerkilega í ættbók. - Berar af GSD IV má ekki para saman við aðra bera af GSD IV. ( Er þegar til í Fife lögum)

2.2. gr. Ragdoll (tekur gildi 01.01.2017)
Þegar ræktaðir eru Ragdoll kettir:

  • Á öllum ræktunardýrum skal framkvæma DNA próf fyrir MyBPC3 geninu (HCM - Hypertropic Cardiomyopathy), nema að sannað sé að báðir foreldrar dýrsins eru ekki berar af MyBPC3.
  • Skírteini frá rannsóknarstofu skulu bera skýrt og greinilega örmerki viðkomandi ræktunardýrs.
  • Skráningarstjóri skal skrá MyBPC3 stöðu afkvæma skilmerkilega í ættbók. - Berar af MyBPC3 má ekki para saman við aðra bera af MyBPC3 (tekur gildi 01.01.2019).

 

Dagskrá fundarins

- samkvæmt lögum félagsins:

  1. Nefndir gera grein fyrir störfum sínum.
  2. Ræktunarráð gerir grein fyrir störfum sínum.
  3. Stjórn félagsins gerir grein fyrir störfum sínum.
  4. Stjórn félagsins leggur fram endurskoðaða reikninga félagsins.
  5. Ákvörðun félagsgjalda.
  6. Lagabreytingar.
  7. Kosningar til stjórnar, sbr. 22. gr.
  8. Kosningar í embætti tveggja félagslegra skoðunarmanna og eins til vara.
  9. Önnur mál.


Til að hafa atkvæðisrétt er mikilvægt að vera búinn að greiða félagsgjöldin fyrir fundinn, ef það er gert samdægurs þarf að koma með útprentaða kvittun á fundinn.

Þeir sem komast ekki á aðalfundinn en vilja nýta atkvæðisréttinn sinn geta óskað eftir að greiða utankjörfundar atkvæði með því að senda tölvupóst á kynjakettir@kynjakettir.is eða hringja í 6975662 fyrir 7. maí.
Utankjörsvæðis seðlar verða sendir út 8. maí.