Óskum eftir myndum fyrir dagatal

7. nóvember 2015

Upp kom sú skemmtilega hugmynd á félagsfundi í ágúst að fara í dagatalsgerð til styrkar félaginu. Óskum við því nú eftir myndum af öllum tegundum katta til að setja í dagatalið.

Vinsamlegast sendið inn myndir í fullum prentgæðum (300dpi) á netfangið dagatal@kynjakettir.is ásamt upplýsingum um nafn kattarins, tegund og eiganda. 

Tekið verður við myndum til og með föstudeginum 20. nóvember 2015.

Áætlað er að gera dagatalið klárt í lok nóvember og hefja á því sölu í byrjun desember.