Úrslit haustsýninga komnar á vefinn

12. október 2015

Þá er haustsýningum Kynjakatta lokið þetta árið, en þær stóðu yfir helgina 3. og 4. október síðastliðinn á Smáratorgi. Úrslitin eru komin á vefinn, sjá laugardaginn og sunnudaginn.

Alls voru skráðir 127 kettir á sýninguna ásamt 2 félagsköttum, en félagsköttur eru kettir sem ekki eru sýndir dómara heldur halda öðrum félagsskap í búrinu.

Eitthvað af myndum er að finna á Facebook síðu Kynjakatta frá sýningunum en einnig hafa sýnendur og aðrir gestir verið að pósta myndum í Facebook grúppunni.