Skráning er hafin á haustsýningar 2015

31. ágúst 2015

Haustsýningar Kynjakatta verða haldnar helgina 3. og 4. október í húsnæði Sport direct, Smáratorgi 1 í Kópavogi (við hliðina á Bónus). Skráning verður opin til 15. september næstkomandi.

Skráðu þig hér.

Þema sýninganna verður afmæli í tilefni 25 ára afmælis Kynjakatta.

Dómarar verða:
Martti Peltonen (Cat II, Cat III & Cat IV)
Anne-Gro Edstrøm (allround)
Åsa Hammerlund (Cat I & Cat II)

Húskettir eru hjartanlega velkominir á sýningarnar og hafa Kynjakettir lækkað skráningargjöldin fyrir þá. Kynnið ykkur nánar hvað þarf að hafa í huga þegar húsköttur er skráður á sýningar Kynjakatta.

Kynnið ykkur einnig gátlista Kynjakatta fyrir sýningarnar þar sem flestum spurningum er svarað.

Athugið að lokadagur skráningar er þriðjudagurinn 15. september.