Lækkun sýningargjalda fyrir húsketti

8. janúar 2015

Húskötturinn Indý Húskötturinn Indý

Kynjakettir lækka sýningargjöld fyrir húsketti á alþjóðlegum sýningum Kynjakatta. Fyrir lækkun var verðið 5.900 kr. en verður nú 2.500 kr. fyrir hvern húskött.

Athugið að enginn afsláttur verður gefinn þótt sýnandi skráir fleiri en einn kött.

Næstu alþjóðlegu sýningar Kynjakatta verða haldnar helgina 7. og 8. mars næstkomandi.

Til þess að húsköttur geti tekið þátt þarf hann að vera með skráningarskírteini frá Kynjaköttum og eigandi þarf að hafa greitt félagsgjald fyrir árið 2015.

Frestur er til 1. febrúar að sækja um húskattarskírteini.

Nánari upplýsingar um húskött á sýningu.