Alþjóðlegar sýningar Kynjakatta í Kauptúni Garðabæ

10. september 2014

Þá er loks komið á hreint hvar haustsýningar Kynjakatta verða til húsa, en að þessu sinni verða þær haldnar í Kauptúni Garðabæ, á móti IKEA.

Skráningarfrestur verður framlengdur til föstudagsins 19. september vegna tafa við húsnæðismál og hægt verður að kjósa um þema til föstudagsins 12. september, eitt atkvæði á hvern kött.

Hlökkum til að sjá ykkur á sýningum í október!

Kveðja,

Stjórnin