Kynjakettir auglýsa eftir dómþjón

9. september 2014

Hefur þú áhuga á köttum? Langar þig til að fræðast jafnvel aðeins meira um þá?

Kynjakettir leita eftir dómþjónum fyrir haustsýninguna sem verður haldin 4.-5. október næstkomandi.

Til að uppfylla kröfur um hæfni til að vera dómþjónn þarf viðkomandi að:

  • Tala og skilja ensku
  • Vera skipulagður og þjónustulundaður
  • Vera óhræddur við að bera ókunnuga ketti upp í dóm
  • Vera eldri en 15 ára og vera tilbúinn til að koma og hitta yfirdómþjón daginn fyrir sýningu til að fara yfir það sem er á ábyrgð dómþjóna á sýningunum, og hvernig hinar mismunandi kattategundir eru sýndar.

Ef þú hefur áhuga á þessu skemmtilega starfi og uppfyllir kröfur endilega hafðu samband við Guðbjörgu á netfangið: gudbjorg@kynjakettir.is.