Hauststýningar Kynjakatta, hægt að skrá út vikuna

14. september 2014

Hauststýningar Kynjakatta verða haldnar helgina 4. og 5. október næstkomandi í Kauptúni Garðabæ, á móti IKEA. Þema sýninganna verður eldur & ís, en kosning átti sér stað á skráningaforminu.

Hægt verður þó að skrá áfram á sýningarnar til og með föstudagsins 19. september.

Einnig minna Kynjakettir á félagskvöldið sem fram fer laugardaginn 20. september á Hressó í Austurstræti. Tilkynnt verður á kvöldinu Kynjaköttur ársins ásamt ræktenda ársins og verða veigar á 20% afslætti á meðan fundinum stendur.

Ekki missa af þessu!

Sjáumst hress næsta laugardag og hitum okkur upp fyrir haustsýningarnar!