Titlar og stig sem kettir safna

Eftirfarandi titlar geta kettir hlotið á sýningunum, titilinn mun síðan birtast fyrir framan ættbókanafn katta.

CH - Champion

Meistari: Til þess að verða meistari þarf þrjú meistarastig hjá þremur mismunandi dómurum. CAC eða Certificat d'Aptitude au Championnat de Beauté.

PR - Premier

Meistari geldinga: Til þess að verða meistari geldinga þarf þrjú meistarastig geldinga hjá þremur mismunandi dómurum. CAP eða Certificat d'Aptitude au Premium de Beauté.

IC - International Champion

Alþjóðlegur Meistari: Til þess að hljóta titilinn Alþjóðlegur Meistari þarf viðkomandi köttur að hafa fengið fimm alþjóðleg meistarastig hjá þremur mismunandi dómurum. CACIB eða Certificat d'Aptitude au Championnat International de Beauté

IP - International Premier

Alþjóðlegur Meistari Geldinga: Til þess að hljóta titilinn Alþjóðlegur Meistari þarf viðkomandi köttur að hafa fengið fimm alþjóðleg meistarastig geldinga hjá þremur mismunandi dómurum. CAPIB eða Certificat d'Aptitude au Premium International de Beauté.

GIC - Grand International Champion

Alþjóðlegur Stórmeistari: Til þess að hljóta titilinn Alþjóðlegur stórmeistari þarf viðkomandi köttur að hafa fengið sjö alþjóðleg stórmeistarastig hjá fimm mismunandi dómurum. CAGCIB eða Certificat d'Aptitude au Grand Championnat International de Beauté.

GIP - Grand International Premier

Alþjóðlegur Stórmeistari Geldinga: Til þess að hljóta titilinn Alþjóðlegur stórmeistari Geldinga þarf viðkomandi köttur að hafa fengið sjö alþjóðleg stórmeistarastig geldinga hjá fimm mismunandi dómurum. CAPCIB eða Certificat d'Aptitude au Grand Premier International de Beauté.

SC - Supreme Champion

Æðsti Meistari: Til þess að hljóta titilinn Æðsti Meistari þarf viðkomandi köttur að hafa fengið tíu æðsta meistarastig hjá sjö mismunandi dómurum. CACS eða Certificat d'Aptitude au Championnat Supréme de Beauté.

SP - Supreme Premium

Æðsti Meistari Geldinga: Til þess að hljóta titilinn Æðsti Meistari geldinga þarf viðkomandi köttur að hafa fengið tíu æðsta meistarastig geldinga hjá sjö mismunandi dómurum. CAPS eða Certificat d'Aptitude au Championnat Supréme de Beauté.

SW - Scandinavian Winner

Kettir sem hafa unnið BIS verðlaun á árlegu skandinaísku FIFé sýningunni hljóta titilinn Scandinavian Winner.

WW - World Winner

Kettir sem hafa unnið BIS verðlaun á árlegu heimssýningu FIFé  hljóta titilinn World Winner.

 

Eftirfarandi titlar birtast fyrir aftan ættbókanafn katta

 

DM - Distinguished Merit

Titillinn Distinguished Merit er veittur ræktunardýrum þegar lámarksfjöldi afkvæma þeirra hefur náð titlunum IC/IP eða hærri.
(Fimm afkvæmi hjá læðum og 10 afkvæmi hjá högnum.)

DVM - Distinguished Variety Merit

Þegar köttur hefur náð 10 BIV verðlaun hlýtur hann titilinn Distinguished Variety Merit.

DSM - Distinguished Show Merit

Þegar köttur hefur náð 10 BIS verðlaun hlýtur hann titilinn Distinguished Show Merit.

JW - Junior Winner

Þegar Ungdýr hefur unnið þrjú BIS verðlaun í keppnisflokkum 11 & 12, hlýtur það titilinn Junior Winner.