Gleðilegt sumar - sumarblóm og kettirnir okkar

Nú þegar sumarið er gengið í garð og blómin komin í fullan skrúða er full ástæða til þess að athuga betur hvaða blóm og plöntur séu nálægt köttunum okkar og hvort þau séu eitruð fyrir þá.

Eftir stutta könnun sem greinahöfundur gerði á netinu fundust einungis tvær gerðir af sumarblómum sem ræktuð eru á Íslandi sem teljast algjörlega örugg fyrir ketti (og hunda). 

 

Það eru plönturnar Ljónsmunnur (latneskt heiti Antirrhinum majus):


og Skrautnál (latneskt heiti Allysum spp.):

 

Nokkrar gerðir af sumarblómum eru með væg eitrunaráhrif og valda einungis ógleði og uppköstum. Stjúpur eru þar á meðal en þær má nánast sjá í flestum íslenskum beðum og margir sem halda að þær séu alveg saklausar. En mörg hver eru stórhættuleg og valda jafnvel dauða.

Mælt er með því að kynna sér vel hvaða blóm séu sett í potta á svölum og öðrum stöðum sem kettirnir komast í.

Hugsanlega er bara best að vera með gerviblóm sem endast allt árið um kring!

 

Á vefsíðu ASPCA Animal Poison Control Center í Bandaríkjunum er að finna lista af eitruðum og öruggum plöntum fyrir ketti.

 

Texti: Jóna Dögg Sveinbjörnsdóttir, 2016.