12 hættur jóla

Jafnvel saklausustu aðstæður geta skapað vandamál. Jólatré gegna yfirleitt mikilvægu hlutverki um jólin, en þau eru ekki örugg fyrir ketti - best að horfa á þau úr fjarlægð. Það getur því verið góð hugmynd að skilja köttinn ekki eftir einan í herbergi með jólatrénu.

Fyrsta hætta - Seríur á jólatrjám

Það er þekkt í hinum stóra heimi að kettir eiga það til að þróa með sér áráttu að naga snúrur á seríum. Þessu fylgir mikil hætta á raflosti fyrir köttinn, auk eldhættu í húsinu. Blikkandi Ijós og langar snúrur geta verið mikil freisting fyrir slíka ketti.

Önnur hætta - Lifandi jólatré

Lifandi jólatrjám fylgja barrnálar og kvoða. Það gæti þurft að draga nálarnar úr loppum og muni kattarins og kvoðan getur farið illa með feld hans og kallað á mikil þrif og snyrtingu.

Þriðja hætta - Jólaskreytingar

Bjarmi af Ijósum á jólatrénu gæti fengið köttinn til að reyna að klifra upp tréð. Skreytingum hættir til að vera út um allt hús, sem vekur forvitni og kallar á klifur hjá annars frekar rólegum ketti. Fall við slikt klifur getur endað með slysum og ferðum til dýralæknis sem voru ekki á dagskránni.

Fallega jólaborðið með öllum sínum skreytingum getur einnig reynst kettinum hættulegt sérstaklega ef hann freistast til að lauma klónum í dúkinn.

Logandi kerti eru augljós hætta, sérstaklega ef þau eru staðsett þar sem ferfættu vinir okkar komast að þeim.

Það er góð hugmynd að halda yfir eyru kattarins þegar knöll eru sprengd. Betra er að tryggja að kötturinn sé alls ekki herberginu. HIjóð af knalli er svipað og af flugeldi.

Fjórða hætta - Umbúðir af gjöfum

Það er best að hafa hafa kettina ekki með þegar verið er að taka utan af jólagjöfunum. Umbúðapappír, einn og sér, er skemmtilegur til að leika í, sérstaklega fyrir líflega kettlinga og slíkur leikur ætti að vera hættulaus. Hinsvegar eru skrautborðarnir mjög hættulegir ef köttur eða kettlingur byrjar að naga slíkt og kyngir: kötturinn á ekki annars kost en að halda áfram að kyngja. Annað dæmi um svipaða hættu er band í kassettum, reyna verður allt til að hindra að allt bandið sé gleypt. Annars getur það flækst í vöndul í maganum eða haldið inní meltingarveginn og valdið sársauka, stíflu og jafnvel skaðað meltingarveginn. Oft er uppskurður eina leiðin til bjargar.

Fimmta hætta - Hættulegar jólagjafir!

Það þarf að huga að gjöfunum eins og ef smábarn væri í húsinu: gjöfin inní pappírnum gæti verið kettinum þínum hættuleg. Það er því góð hugmynd að halda freistingunni um að opna gjafirnar of snemma frá kettinum þínum.

Sjötta hætta - Gjafir til ferfættu vinanna

Yfirleitt hugsa kattaeigendur til kisanna sinna þegar kemur að jólagjöfum, enda eru þeir stór partur af fjölskyldunni. Það eru til margar gjafir sem eru sérstaklega ætlaðar köttum - athugið bara fyrst hvort umbúðirnar séu kattahæfar og ef nauðsynlegt er, felið gjöfina þar til réttur tími er kominn - sérstaklega ef hún inniheldur eitthvað ætt. Látið annars hugmyndaflugið bera ykkur áfram en hafið öryggisatriðin í huga: það er gaman að útbúa sjálfur gjöf handa kettinum. Ef þær eru ætar, skiptið henni í rétta skammta strax svo kötturinn borði ekki yfir sig og ofreyni meltingarkerfið!

Sjöunda hætta - Að afþýða jólamatinn

Til að minnka hættu á matareitrun eða sýkingum er mikilvægt að huga að hreinlæti þegar kemur að því að afþýða mat. Ef verið er að afþýða kalkún eða eitthvað annað, skiptir miklu máli að velja „kattheldan" stað til að láta hann afþýðast á í stofuhita. Hálf frosið, óeldað kjöt er eins slæmt fyrir kattamagann eins og okkar.

Áttunda hætta - Kattamatur

Þegar líður að jólum vilja kattaeigendur oft leyfa kisunum sínum að njóta hátíðanna líka. Smá biti af kalkún eða öðru kjöti ætti að vera lagi svo framarlega sem kötturinn er ekki með viðkvæman maga. Hins vegar gæti verið að það sé ekki eins góð hugmynd að gefa honum mikið af slíkum mat. Það kemur oft fyrir að fólk þarf að leita til dýralækna með kettina sína til að fá ráð þar sem kettirnir kasta upp eða hafa niðurgang eftir jólin. Hafið sérstakan vara á ykkur við að gefa köttunum reykt kjöt.

Níunda hætta - Rusl

Þar sem oft detta niður ferðir ruslabíla um hátíðirnar, auk þess sem meira rusl safnast upp vegna þess að fólk er meira heima og mikið um gesti. Passa þarf uppá að kettirnir komist ekki í ruslið. Matur sem byrjaður er að rotna, kjöt með beinum, er ekki góð uppskrift að heilsu katta - en er sérstaklega freistandi. Það gæti borgað sig að athuga með opnunartíma Sorpu eða gera aðrar ráðstafanir til að forðast „innbrot" í ruslapokana.

Tíunda hætta - Breytingar á venjum

Kettir eru miklar „vanaskepnur", líkar vel að hafa sama form á deginum. Þeim gæti því fundist það óþægilegt þegar til að byrja með eru börnin heima en ekki í skóla allan daginn, alla daga og að auki koma fleiri gestir - sem jafnvel er ekkert vel við ketti. Hæli frá erlinum er nauðsynlegt, til dæmis svefnherbergi sem er ekki í skarkalanum. Sumir kettir geta jafnvel orðið svo miður sín að það gæti verið góð hugmynd að bóka þá "hótel" yfir hátíðina. Það verður mikil breyting á umferð þegar skólarnir fara í frí og breyting verður á vinnutíma fólks, auk jólaboðanna, jólahlaðborðanna og mikilliar verslunar. Við bætist að dagurinn er stuttur og dagsljós lítið ef eitthvað er að veðri. Göturnar verða því mun hættulegri en venjulega, jafnvel fyrir hinn varkárasta kött - vegna aukinnar og breyttrar umferðar eru förnarlömb umferðaslysa því miður nokkuð algeng í kringum jól, sem jafnvel eyðileggur jól eigendanna. Sýnið því varkárni við að leyfa kettinum að fara út og haldið honum jafnvel meira inni en venjulega - munið eftir að hafa nógan sand fyrir hann.

Ellefta hætta - Jólaferðalög

Jólunum fylgja oft dagsferðir og jafnvel nokkra daga ferðir. Ekki gleyma ferfætlingnum í fjölskyldunni. Ef þú ert að fara í dagsferð, sjáðu þá til þess að köttuinn þinn komist í skjól ef hann er úti, annað hvort í kofa í garðinum eða inní hús í gegnum kattalúgu/glugga. Skiljið eftir nóg af vatni og mat. Það eru jafnvel til tímastilltar skálar sem skammta matinn á ákveðnum tímum. Það ætti ekki að skilja köttinn eftir einan heima yfir nótt eða lengur nema að einhver kíki á hann. Hægt er að biðja vingjarnlegan nágranna, eða jafnvel ábyrgan ungling sem er að vinna sér inn vasapeninga, að heimsækja köttinn til að athuga að ekkert ami að honum. Ef ekki tekst að finna neinn til að fylgjast með honum gæti verið önnur lausn að gefa kettinum jólafrí á "hóteli", en það þarf að bóka með nokkrum fyrirvara.

Tólfta hætta - Viðbót við fjölskylduna

Á hverju ári eru alltaf einhverjir sem gefa hvolpa eða kettlinga sem gjafir á jólunum. Hafa þarf í huga að dýr sem gefið er sem gjöf þarfnast umhyggju alla daga ársins. Ef barni er gefið dýr í gjöf þarf að tryggja að einhver fullorðinn taki við uppeldi dýrsins ef áhugi barnsins á gæludýrahaldi skyldi hverfa útí loftin blá. Dýr eru ekki eins og mjúk leikföng sem hægt er að losa sig við að geðþótta, heldur dýr með tilfinningar og líf. Að auki þarf að huga að þeim áhrifum sem nýtt dýr getur haft á köttinn sem þegar býr hjá fjöiskyldunni. Dýrin sem fyrir eru á heimilinu hafa þegar komið sér upp "goggunarröð". Nýtt dýr ógnar stöðu hinna og því getur fylgt tímabundin spenna. Þá gæti afbrýðisemi vaknað þegar nýja dýrið virðist fá alla athyglina hjá mönnunum í fjölskyldunni. Það er jafnvel þekkt að móðgaðir kettir hreinlega flytji að heiman!

Jólin geta því reynst hættulegur tími fyrir kettina okkar. Hafið því vara á ykkur, þó að flestir dýralæknar hafa sólarhringsvaktir ef eitthvað skyldi koma uppá - þeir geta tekið á móti kettinum þínum í aðgerð eða bara gefið ráð í gegnum síma.

Gleðileg jól!

 

Birt með leyfi Skógarkattaklúbbs Íslands.
Birtist í fréttbréfi Kynjakatta, 2.tbl. 19. árgangur 2009.