Stjórnarfundir

9. nóvember 2006

Stjórn félagsins heldur fundi minnst 4x á ári en ákvarðar það eftir málum sem koma upp. Að jafnaði þarf að halda fund í það minnsta fyrir sýningar. Fundir eru haldnir á heimilum stjórnarmeðlima og skipta þeir því með sér eftir hentisemi.

Vakin er athygli félagsmanna á því að hægt er að koma erindum og tillögum á framfæri við stjórn, sem tekin eru fyrir á stjórnarfundi til umfjöllunar.

Erindum og tillögum má koma skriflega á framfæri með pósti eða tölvuskeyti á netfangið kynjakettir@kynjakettir.is.