Aðalfundur 22.apríl 2023

21. mars 2023




 

Aðalfundur 2023 var haldin þann 22. apríl kl. 13:00 í Félagsheimili Fáks, Vatnsveituvegi, 110 Reykjavík.


Á dagskrá fundarins var:

Hefðbundin aðalfundarstörf þar með talið kosning til stjórnar og nú verður kosið um formann, ritara og gjaldkera.
Engin bauð sig fram í þessar stöður á móti sitjandi stjórnarliðum og stjórn samþykkt óbreytt.
Smá breytingar á nefndum sem sjá má á heimasíðunni.

Óbreytt félagsgjöld samþykkt.
Engar reglu eða lagabreytingar lágu fyrir þennan fund en mögulega boðað til reglubreytingar fundar síðar á árinu þar sem þurfa þykir að nútímavæða og skerpa á vissum hlutum.

Aðalfundur FIFe 2023 aðeins ræddur en þar sem fyrirliggjandi tillögur að lagabreytingum hafa ekki verið opinberlega birtar þá var ekki hægt að ræða einstök atriði en rætt um að reyna að vera með netfund eða spjall. Það verður skoðað með tilliti til hvenær FIFe birtir tillögurnar og hvort að einhverjar þeirra hafa áhrif á starf okkar hér og þær tegundir sem hjá okkur eru ræktaðar.

Rætt um að skoða hvort hægt væri að fá sérfræðinga til landsins og hvernig það yrði útfært.

Þökkum góða mætingu á fundinn.


Kveðja Stjórnin
.