Aðalfundarboð 2021 o.fl. ATH! Uppfært 5.6.2021

27. febrúar 2021

Kæru félagsmenn og aðrir kattavinir.

Aðalfundur Kynjakatta 2021 verður þann 19. júní næstkomandi. Fundurinn verður í salnum Gallerí á Grand hótel kl: 13:00.

Fyrir um ári var stjórn Kynjakatta ásamt nokkrum félagsmönnum á fullu við að undirbúa sýningu. Þetta átti að verða óvenju vegleg sýning þar sem Kynjakettir voru að verða 30 ára um svipað leiti og vorsýningin átti að fara fram. Sjá um félagið hér


Fljótt skipast veður í lofti og nokkrum vikum fyrir sýningu fór kórónaveiran að berast til landsins og rétt um viku fyrir sýningu að var útséð að við fengjum ekki dómarana til landsins og allt stefndi í fjöldatakmarkanir o.fl. þannig að stjórnin var tilneydd að aflýsa vorsýningunum með viku fyrirvara.
Um haustið var önnur bylgja byrjuð og sýningu var frestað um nokkrar vikur, fyrirkomulagi breytt og ýmislegt gert til að eiga möguleika á að halda einhverja sýningu en þriðja bylgjan gerði út um þær vonir með ströngum fjöldatakmörkunum.
Það var nokkuð ljóst eftir það sem á undan var gengið að vorsýningar í mars 2021 væru ekki mögulegar og áframhaldandi fjöldatakmarkanir gerðu út um sýningar síðar um vorið.

Ekki tókst okkur að halda aðalfund árið 2020 frekar en margir aðrir vegna ástandsins en boðum hér með til aðalfundar Kynjakatta 2021 þann 19. júní næstkomandi. Fundurinn verður í salnum Gallerí á Grand hótel kl: 13:00.

Engin framboð komu og enginn í stjórn hafði hefið kost á sér fyrir upphaflega fundardaginn í apríl. Áfram var þó opið fyrir framboð og nú komið framboð í allar stöður.

Þau sem eru í framboði:

Sigurður Ari Tryggvason formaður til 2023
Guðbjörg Hermannsdóttir varaformaður til 2022
Anna María Moestrup gjaldkeri til 2022
Thelma Stefánsdóttir gjaldkeri til 2023
Laufey Hansen ritari til 2023
Rósa Jónsdóttir ritari til 2022
Jósteinn Snorrason sýningarstjóri til 2022


Öll hafa þau starfað í stjórn eða sinnt öðrum störfum fyrir félagið um árabil og ættu því að vera flestum kunn.