Aðalfundarboð 2021 o.fl.

27. febrúar 2021

 

Kæru félagsmenn og aðrir kattavinir.

Fyrir um ári var stjórn Kynjakatta ásamt nokkrum félagsmönnum á fullu við að undirbúa sýningu. Þetta átti að verða óvenju vegleg sýning þar sem Kynjakettir voru að verða 30 ára um svipað leiti og vorsýningin átti að fara fram. Sjá um félagið hér


Fljótt skipast veður í lofti og nokkrum vikum fyrir sýningu fór kórónaveiran að berast til landsins og rétt um viku fyrir sýningu að var útséð að við fengjum ekki dómarana til landsins og allt stefndi í fjöldatakmarkanir o.fl. þannig að stjórnin var tilneydd að aflýsa vorsýningunum með viku fyrirvara.
Um haustið var önnur bylgja byrjuð og sýningu var frestað um nokkrar vikur, fyrirkomulagi breytt og ýmislegt gert til að eiga möguleika á að halda einhverja sýningu en þriðja bylgjan gerði út um þær vonir með ströngum fjöldatakmörkunum.
Það var nokkuð ljóst eftir það sem á undan var gengið að vorsýningar í mars væru ekki mögulegar en við horfum fram á bjartari tíma og það verður reynt að hafa þær síðar í vor ef mögulegt er.

Ekki tókst okkur að halda aðalfund árið 2020 frekar en margir aðrir vegna ástandsins en boðum hér með til aðalfundar Kynjakatta 2021 þann 24. apríl næstkomandi. Tími og staðsetning kemur síðar.
Einnig auglýsum við hér með eftir áhugasömum félagsmönnum í stjórn.
Kosið verður um varaformann, ritara, gjaldkera og sýningarstjóra til eins árs og um formann, ritara og gjaldkera til tveggja ára.

Áhugasömum er bent á að senda félaginu póst á kynjakettir@kynjakettir.is fyrir 10. apríl með upplýsingum um sig og hvaða stöðu viðkomandi býður sig fram í.