Styttist í vorsýningar Kynjakatta

28. janúar 2017

Opnað verður fyrir skráningar á vorsýningar Kynjakatta miðvikudaginn 1. febrúar næstkomandi. Vorsýningar munu standa yfir helgina 1. og 2. apríl og er þema sýninganna að þessu sinni Blátt. Athugið að lokað verður fyrir skráningar þegar 100 kettir hafa verið skráðir en hægt verður að setja á biðlista ef einhverjir detta út.

Verið er að kanna hvort All-breed dómarar geti tekið að sér fleiri en 50 ketti í dóm og ef svo fer verður mögulega hægt að bæta við 20 köttum í skráningu.

Sama sýningarformi verður haldið eins og var á haustsýningum 2016. Hægt er að kynna sér það nánar hér.

Stjórn Kynjakatta vill minna félagsmenn á að hægt er að koma erindum og tillögum á framfæri við stjórn, sem tekin eru fyrir á stjórnarfundi til umfjöllunar. Félagsmenn geta einnig kynnt sér hvaða mál eru rædd á stjórnarfundum með því að lesa fundargerðir stjórnar hér á vefnum.