Gleðilega hátíð kæru kattavinir

27. desember 2016

Kynjakettir óska kattavinum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og gæfuríks komandi árs.

Við minnum einnig kattaeigendur á að byrja að undirbúa gamlárskvöld með tilliti til kattanna sinna.

Flestir kettir hræðast mikinn hávaða og hafa ekki skilning á því hvað er að gerast þetta kvöld þegar sprengingarnar byrja.

Endilega lesið þessa grein hér sem var birt árið 2014 um hvað sé hægt að gera til að róa kettina.

Varðandi tónlist til að róa dýrin þá finnst ekki lengur diskurinn Through a Cat's Ear á Spotify, en við mælum eindregið með playlista þar sem heitir Christmas Peaceful Piano, sem er róleg jólapíanótónlist eins og nafnið gefur til kynna.

UPPFÆRT 31. des kl. 17.40: Því miður virðist sem Spotify sé búið að taka niður Christmas Peacful Piano listann svo hann er ekki lengur í boði, en það er annar sem heitir Piano in the background sem er mjög svipaður, bara ekki jólalög. Njótið :)