Reglubreytingar hjá FIFé varðandi ræktun á Norskum skógarköttum

12. janúar 2012

Ræktunarráð Kynjakatta vill minna reglubreytingar hjá FIFé varðandi ræktun á Norskum skógarköttum.

Foreldrar allra kettlinga sem fæddir eru 2012 eða síðar verða að hafa fyrirliggjandi GSD IV niðurstöðu hjá skráningastjórum Kynjakatta til að löglegt sé fyrir Kynjaketti að gefa út ættbækur á gotið.

Grein 6.15 í FIFe Breeding and Registration Rules:

Norskir Skógarkettir (NFO) sem notaðir eru til ræktunar skal prófa með DNA prófi (kjarnsýrupróf) fyrir geninu GBE-1 (GSD IV – glycogen storage disease), nema að sönnun liggi fyrir að búið sé að prófa báða foreldra ræktunardýrsins og hvorugt reynist þeirra bera genið.

Kettir sem prófaðir eru skal vera hægt að auðkenna með örmerki eða eyrnamerki, og skal örmerkisnúmerið eða eyrnamerkisnúmerið vera tilgreint á eyðublaðinu sem sent er til rannsóknastofunnar og síðar koma skýrt fram á niðurstöðuskjalinu.

Eftir farandi reglu skal fara eftir þegar búið er að prófa:

Óleyfilegt er að para ketti sem bera genið við aðra ketti sem bera genið.

Viðurkennt dýralæknavottorð með upplýsingum um GBE-1 stöðu kattarins skal fylgja ættbók hans.

 

Regla þessi var fyrst kunngjörð fyrir félagsmönnum í Kynjakattablaðinu sem kom út 8. og 9. október 2011, í grein um aðalfund FIFé 2011.