Greinar úr Kynjakattablöðunum

30. júlí 2014

Kápan á Kynjakattablaðinu í apríl 2014 Kápan á Kynjakattablaðinu í apríl 2014

Kæru kattavinir, á næstunni munu streyma inn greinar á vefinn sem áður hafa birst í útgefnum fréttabréfum Kynjakatta síðustu ár. Þetta er kærkomin viðbót við vefinn okkar, bæði til að auka fræðslu og hafa gaman af.

Fyrsta greinin er þegar komin inn og fjallar hún um hráfæði fyrir ketti og er skrifuð af Herdísi Evu Hermundardóttur.

Greinin birtist í fréttabréfi Kynjakatta í apríl 2014.