Árshátíð Kynjakatta

7. maí 2014

Árshátíð Kynjakatta verður haldin þann 24. maí næstkomandi á Kaffi Reykjavík. Hátíðin hefst kl. 19:30 og verða viðurkenningar fyrir stigahæstu ketti ársins 2012 og 2013 afhentar á milli rétta.

 Eftir matinn verður tilkynnt hver Kynjakötturinn 2013 er!

Vinsamlegast skráið ykkur fyrir 19. maí kl. 12, með því að senda upplýsingar um nafn og hvaða matseðil þið viljið í tölvupósti til Þórhildar á thorhildur@kynjakettir.is. Athugið að skráning er bindandi.

Frekari upplýsingar voru sendar í tölvupósti en ef þú ert ekki á póstlista og hefur samt áhuga er ekkert mál að óska eftir því að fá póstinn sendann. Hafið þá samband við thorhildur@kynjakettir.is.

Til að skrá sig á póstlistann sendið þá póst á vefstjori@kynjakettir.is.