Aðalfundur Kynjakatta 2014

26. apríl 2014

Aðalfundur Kynjakatta verður haldinn 24. maí n.k. á Kaffi Reykjavík, Vesturgötu 2, Reykjavík kl 17:00.

Kosið verður í eftirfarandi stöður innan stjórnar til tveggja ára:

  • Varaformaður
  • Ritari
  • Gjaldkeri
  • Sýningastjóri

Framboð skulu berast fyrir 10. maí 2014 á eftir farandi heimilisfang eða netfang:

Kynjakettir Kattaræktunarfélag Íslands
Þórðarsveigur 6 - 102
113 Reykjavík

kynjakettir@kynjakettir.is

Á skriflegu framboði skal koma fram nafn, kennitala, hvaða embætti er verið að bjóða sig fram í ásamt undirskrift viðkomandi.

Til að geta boðið sig fram verður einstaklingur að vera búinn að greiða félagsgjöldin 2014, vera 18 ára og hafa skilað inn umsókn um félagsaðild.

Dagskrá fundarins er samkvæmt lögum félagsins:

1. Nefndir gera grein fyrir störfum sínum.
2. Ræktunarráð gerir grein fyrir störfum sínum.
3. Stjórn félagsins gerir grein fyrir störfum sínum.
4. Stjórn félagsins leggur fram endurskoðaða reikninga félagsins.
5. Ákvörðun félagsgjalda.
6. Lagabreytingar.
7. Kosningar til stjórnar.
8. Kosningar í embætti tveggja félagslegra skoðunarmanna og eins til vara.
10. Stigahæðstu kettirnir, ræktunardýr og ræktendur 2012 & 2013 heiðraðir.
11. Önnur mál.

Til að hafa atkvæðisrétt er mikilvægt að vera búinn að greiða félagsgjöldin fyrir fundinn, ef það er gert samdægurs þarf að koma með útprentaða kvittun á fundinn.
(Þau eru í heimabankanum undir ógreiddir reikningar hjá þeim sem voru félagsmenn 2012 og 2013.)

Þeir sem komast ekki á aðalfundinn en vilja nýta atkvæðisréttinn sinn geta óskað eftir að greiða utankjörfundar atkvæði með því að senda tölvupóst á kynjakettir@kynjakettir.is eða hringja í 821 3703 fyrir 10. maí. Utankjörsvæðis seðlar verða sendir út 12. maí.

Árshátið

Ef það er áhugi fyrir að hittast og fara út að borða eftir fundinn, endilega sendið okkur línu á kynjakettir@kynjakettir.is og við skipuleggjum eitthvað skemmtilegt ef áhugi er hjá félagsmönnum.

Kynjakattablaðið

Við óskum eftir sjálfboðaliða til að taka að sér að ritstýra Kynjakattablaðinu, áhugasamir geta haft samband á kynjakettir@kynjakettir.is.