Kettir dýrka og stjórna konum

Í stuttu máli sagt:

  • Samband á milli katta og eigenda þeirra speglar mannleg tengsl, sérstaklega þegar eigandinn er kona.
  • Kettir virðast stjórna hvenær þeim er gefið að éta og hvenær þeir fá athygli, á mjög svipaðan hátt og mennsk börn á heimilinu.
  • Aldur, kyn og persónuleiki eigenda virðist hafa áhrif á þessi sambönd, en kyn kattarins virðist ekki skipta máli.

„Þrátt fyrir að það séu einangruð tilvik um dýr svo sem górillur, sem tengjast öðrum tegundum, þá virðist það eiga að mestu við um manninn að hafa dýr sér til félagsskapar.“  - Manuela Wedl

Tengslin á milli katta og eigenda þeirra er, þegar allt kemur til alls,mun meira en haldið var. Sérstaklega fyrir konur sem elska ketti og ást þeirra til katta sem svara í sömu mynd, að því er kemur fram í nýrri rannsókn.

Kettir elska manneskjur og sérstaklega konur sem félagsskap, og það er ekki bara til að fá mat, samkvæmt nýrri rannsókn sem hefur verið birt í Behavioural Processes. Rannsóknin er sú fyrsta sem sýnir í smáatriðum að hreyfiaflið á bak við tilfinningasambönd kattar og manneskju eru nærri eins og tilfinningasambönd á milli manneskja, þar sem kötturinn verður stundum loðið „barn“ á ástríku heimili.

„Matur er oft notaður sem merki um ást, og hvernig kettir og manneskjur líta á mat, er í eðli sínu líkt samskiptunum á milli mennsks umönnunaraðila og smábarns sem ekki talar,“ sagði Jon Day rannsakandi frá Waltham Centre for Pet Nutrition við Discovery News. „Bæði köttur og mennskt smábarn, að minnsta kosti að hluta, ráða hvenær og hvað þeim er gefið að borða!

Í rannsókninni, sem var leidd af Kurt Kotrschal frá Konrad Lorenz Research Station og Háskólanum í Vín, tóku rannsakendurnir upp myndband og greindu síðar samskiptin á milli 41 kattar og eigenda þeirra um langt fjögurra hluta skeið. Hvert eitt og einasta atferli bæði kattar og eigenda var greint. Persónuleikar eigenda og katta voru líka metnir í sitthverju prófinu.

Rannsakendurnir fundu út að kettir og eigendur þeirra hefðu mikil áhrif hver á annan, svo mikið að þeir gætu oft stjórnað hegðun hins. Mannblendnar og opnar konur með unga og spræka ketti stóðu mest jöfnum fótum á við kettina, þar sem kettirnir þurftu bara að nota hárfínar vísbendingar, svo sem að hreyfa skott einu sinni upp í loftið, til að gefa til kynna þörf fyrir vinsamleg samskipti.

Þótt kettir eigi fullt af karlkyns aðdáendum, og öfugt, þá sýnir þessi rannsókn og aðrar fleiri að konur eiga frekar samskipti við kettina sína - hvort sem er fress eða læður – frekar en karlar.

„Á móti kemur að kettir nálgast kvenkyns eigendur frekar og hefja samskipti oftar (svo sem að hoppa í kjöltuna) frekar en þeir gera við karlkyns eigendur,“ sagði Manuela Wedl frá Háskólanum í Vín við Discovery News, og bætti við að „konur eigi í nánara samböndum við kettina sína en karlar."

Kettir virðast muna góðmennsku og borga greiðann síðar. Ef eigendur láta undan óskum kattar síns um samskipti þá getur kötturinn oft orðið við óskum eiganda síns á öðrum stundum. Kötturinn gæti líka haft forskot í þessum samningaumleitunum, þar sem eigendur kappkosta venjulega að koma á félagslegu sambandi.

Þótt það séu til einstök dæmi um dýr, svo sem górillur, sem tengjast öðrum dýrum, þá er það að mestu bundið við manneskju að hafa dýr sér til félagsskapar. Í þessu tilfelli með ketti, þá er það góð ástæða. Kettir gætu vel verið besti vinur mannsins – og konunnar.

„Samband á milli kattar og manneskju getur snúist um gagnkvæmt aðdráttarafl, samhæfni persónuleika, auðveld samskipti, leik, ástúð og félagslegan stuðning,“ útskýrir Dorothy Gracey frá Háskólanum í Vín. „Manneskja og köttur geta á gagnkvæman hátt þróað flóknar venjur í samskiptum sem sýna gagnkvæman skilning á löngunum hvors annars og óskum.“

Dennis Turner, dýra-atferlisfræðingur hjá Háskólanum í Zurich, sagði Discovery News að hann væri mjög hrifinn af þessari rannsókn um samskipti manna og katta, þar sem hún hefur tekið fyrri niðurstöður okkar skrefinu lengra, þar sem notuð var nútímalegri greiningartækni til að komast að samspilinu á milli persónuleika katta og manna.

Turner, sem er líka aðalritstjóri The Domestic Cat: The Biology of Its Behaviour (Heimilskötturinn: Líffræði hegðunar hans, Cambridge University Press), bætir við að hann og samstarfsfélagar hans „hafi núna nýja vídd sem hjálpar okkur að skilja hvernig þessi sambönd virki.“ Teymi Kotrscals stendur núna í langtíma rannsókn á hinum velþekkta besta vini mannsins: hundinum.


Þýðandi: Kolbrún Bergsdóttir
http://news.discovery.com/animals/zoo-animals/cats-humans-pets-relationships-110224.htm
- Ath grein hefur verið uppfærð frá því hún var þýdd.

Birtist í fréttabréfi Kynjakatta, 1. tbl. 22. árangur 2012.