Feldumhirða

Hvort sem kötturinn þinn er stutthærður eða síðhærður þá þarf hann alltaf smá aðstoð við feldumhirðuna, jafnvel þótt hann sé mjög duglegur við að þvo sér sjálfur.

Reyndu að gera feldumhirðuna skemmtilega, bæði fyrir þig og köttinn þinn

Best er að byrja á því að klóaklippa hann og leika síðan aðeins við hann. Ef á að baða köttinn líka er ágætt að þreyta hann svolítið vel á leiknum, því þá verður hann ekki eins erfiður í böðun og minni líkur á að hann klóri.

Kötturinn þarf að vera slakur þegar farið er í verkið og best er að þú sjálf/ur sért líka vel stemmdur. Það má alls ekki reiðast kettinum ef eitthvað kemur til, þú vilt ekki að hann hafi vondar minningar um baðferð eða burstun. Og mundu að hann er í flestum tilfellum dauðskelkaður við vatnið.

Ef að kötturinn er mjög stressaður skal reyna að hafa meðferðina sem styðsta, eins í fyrstu skiptin, er ágætt að vera ekki mikið lengur en 5-10 mínútúr í einu og geta svo alltaf lengt tímann eftir því sem kötturinn venst meðferðinni.

Svo er kjörið að verðlauna dýrið eftir á með smá kattarnammi.

Að bursta kött

Bursti fyrir ketti
Bursti fyrir ketti

Með því að bursta köttinn þinn reglulega hjálpar þú honum til við að halda feldinum í góðu ástandi með því taka burt drullu, dauð hár og dreyfa náttúrulegum olíum kattarins jafnt yfir feldinn. Þannig kemur þú í veg fyrir flækjur og tekst að halda húðinni hreinni og mjúkri.

Vikuleg burstun ætti að duga fyrir stutthærða ketti en síðhærða ketti ætti helst að bursta feldinn daglega.

Gúmmí bursti
Gúmmí bursti

Með stutthærða ketti er best að nota greiðu (helstu úr málmi sem afrafmagnar hárin) og greiða í gegnum feldinn, byrja hjá höfði og vinna sig niður að skottinu. Og fara svo yfir feldinn með gúmmíbursta eða venjulegum kattar bursta til að fjarlægja öll dauð og laus hár. Farið þó mjög varlega við bringu og maga kattarins.

Síðhærða ketti ætti að byrja að greiða magann og milli fótanna með greiðu og passa að ná öllum hnútum. Hér kemur málmgreiða sér mjög vel þar sem oft myndast mikið rafmagn í síðhærðum köttum. Þegar búið er að leysa alla hnúta skal bursta feldinn uppá við með gúmmíbursta eða venjulegum bursta. Ekki er mælt með því að bursta skottið neitt sérstaklega en ef það er tekið fyrir er best að bursta hárin frá miðju (þar sem rófan liggur)og út beggja megin.

Að baða kött

Ekki er talið nauðsynlegt að baða húsketti oft, það er ekki nema að þeir hafi komist í eitthvað og feldurinn sé skítugur, fitugur eða jafnvel klístaður.

  • Byrjið á að bursta köttinn fyrir baðið. Leggið síðan gúmmí dýnu/baðmottu ofaní baðkarið eða eldhúsvaskinn til þess að kötturinn renni ekki til. Ágætt er að láta renna örlítið í, svona ca. 5-10 cm áður en kötturinn er settur ofaní, en það er alls ekki nauðsynlegt. Margir kettir hræðast hávaðann í vatninu þegar það kemur úr slöngunni og þykir sumum því betra að vera með vatn í botninum og geta einfaldlega verið með ílát og hellt smátt og smátt yfir köttinn.
  • Vatnið ætti að vera í kringum 39°c en það er hitastig kattarins. Vatnið má alls ekki vera of kalt en heldur ekki of heitt, það hitastig sem þú notar er svona sirka hitastigið sem kettir þurfa.
  • Þegar byrjað er að baða, skal skola köttinn með vatni, annað hvort með íláti og hella yfir hann eða nota slönguna í baðinu. Best er að skrúfa sturtuhausinn af og nota eingöngu slönguna sjálfa. Passið að sprauta ekki vatni í eyrun, augun eða nefið.
  • Næst er sjampói nuddað í feldinn, notið milt sjampó sem er ætlað köttum og byrjið að nudda frá höfði og niður að skotti. Nuddið vel allar loppurnar og látið sjampóið aðeins freyða. Síðan er kötturinn skolaður vel þar til hárin verða alveg stöm, en þá ætti sjampóið að vera farið úr feldinum. Ef maður skolar ekki nógu vel verður feldurinn fljótt ljótur aftur og virkar eins og hann sé mjög feitur.
  • Að lokum er kötturinn þurrkaður með handklæði.

Ekki er nauðsynlegt að blása feldinn en sé kötturinn síðhærður fer það betur með hann að blása. Annars er meiri hætta á að feldurinn fari í hnúta þegar hann þornar.  Gott er annars líka að greiða í gegnum feldinn og hjálpa þannig kettinum að þurrka sig.

Athugið að þetta er lýsing af venjulegu baði en ekki svokölluðu sýningarbaði. :)

Occasional bathing is also likely to be needed for long-haired cats and essential for the Sphynx breed, whose lack of fur means that the oil produced by their bodies is not removed in the normal way.
- See more at: http://www.life-with-siamese-cats.com/bathing-a-cat.html#sthash.1X91UTZK.dpuf
Occasional bathing is also likely to be needed for long-haired cats and essential for the Sphynx breed, whose lack of fur means that the oil produced by their bodies is not removed in the normal way.
- See more at: http://www.life-with-siamese-cats.com/bathing-a-cat.html#sthash.1X91UTZK.dpuf

 

Texti eftir Jónu Dögg Sveinbjörnsdóttur, 2014