Skipulagsskrá fyrir minngarsjóð Þórðar J. Þórissonar

Sækja pdf-skjal (104kb)

1. gr.

Sjóðurinn heitir: Minngarsjóður Þórðar J. Þórissonar.

2. gr.

Sjóðurinn er stofnaður með kr. 10.000,- sem er framlag Kynjakatta, Kattaræktarfélags Íslands. Það fé sem sjóðnum kann að berast fyrir 1. júní 1994 skal talið til stofnfjár.

3. gr.

Tekjur sjóðsins skulu vera 7% af félagsgjöldum Kynjakatta, Kattarræktarfélagi Íslands, auk frjálsra framlaga. Stofnfé sjóðsins má ekki skerða.

4. gr.

Tilgangur sjóðsins er að styrkja félaga í Kynjaköttum, Kattaræktarfélagi Íslands, til öflunar aukinnar þekkingar í kattarækt. Einnig getur sjóðurinn komið að því að halda fyrirlestra til fræðslu um ketti og kattarrækt í samráði við stjórn sjóðsins (sjá 7. gr.)

5. gr.

Stjórn sjóðsins skipa þrír meðlimir Kynjakatta. Þar af skal einn vera formaður Kynjakatta og tveir skulu kjörnir á aðalfundi félagsins ár hvert. Sjóðsstjórn skiptir með sér verkum.

6. gr.

Stjórnarfundir skulu haldnir þegar þurfa þykir t.d. vegna úthlutunar úr sjóðnum og skal til þeirra boðið af formanni. Stjórnin heldur fundargerðarbók og skulu fundargerðir undirritaðar af stjórnarmönnum í lok fundar.

7. gr.

Stjórnin tekur ákvarðanir um hvernig fé sjóðsins skuli varið. Stjórnin tekur við skriflegum umsóknum um styrki úr sjóðnum, metur þær og úthlutar styrkjum.
Gefi stjórn leyfi fyrir fyrirlestri skal innheimt aðgangsgjald fyrirfram til að tryggja mætingu og sjóðurinn greiðir ef kostnaður verður meiri en innheimtist, verði hagnaður af fyrirlestrinum rennur hann til sjóðsins.

8. gr.

Stjórn sjóðsins veitir móttöku öllu því fé sem til sjóðsins skal renna. Formaður skal skrá nöfn þeirra, sem sjóðinn efla, í sérstaka bók er stofnendur sjóðsins hafa áður ritað í nöfn sín og minningargjafir. Einnig skal hann sjá um að bókin sé ávallt geymd á öruggum stað. Stjórnin sér um reikningshald sjóðsins.

9. gr.

Stjórn sjóðsins skal endurskoða skipulagsskrá hans á 2ja ára fresti. Má þá breyta henni á aðalfundi eftir því viðhorfi sem breyttir tímar kunna að hafa skapað. Sér til aðstoðar skal stjórn sjóðsins fá stjórn Kynjakatta. Þess skal vel gætt við breytingar skipulagsskráarinnar að upphafleg markmið sjóðsins sé í heiðri haft.

10. gr.

Reikninga sjóðsins skal endurskoða árlega af skoðunarmönnum Kynjakatta.



Samþykkt á aðalfundi Kynjakatta 27.04.2019