Yfirlýsing frá Dýrheimum sf

23. apríl 2007

Vegna frétta af mengun í gæludýrafóðri vilja Dýrheimar sf, umboðsaðili Royal Canin á Íslandi, koma eftirfarandi yfirlýsingu á framfæri.

"Allt gæludýrafóður sem fáanlegt er undir merkjum Royal Canin á Íslandi er framleitt í eigin verksmiðjum í Frakklandi og Austurríki. Vegna framúrskarandi hráefnainnihalds og öruggra framleiðsluhátta er gæludýrafóður frá Royal Canin á Íslandi, nú sem áður, fullkomlega öruggt og heilsusamlegt gæludýrum viðskiptavina okkar til neyslu.

Dýrheimar sf."