Haustsýningar Kynjakatta 2019

13. ágúst 2019

Kæru félagar og aðrir sem hafa áhuga á að koma og sýna köttinn sinn á haustsýningum Kynjakatta.

Sýningarnar verða að þessu sinni í Reykjavík, nánar tiltekið í andyrinu á reiðhöllinni í Víðidal og vegna þess hvernig húsnæðið er hefur verið ákveðið að vera með "línu" sýningar eins og tíðkast víða erlendis og sum okkar höfum séð á heimssýningum. Það verða sem sé ekki þessir sýningarhringir sem við erum vön en það var löngu kominn tími á að reyna þetta fyrir komulag þar sem það gæti hjálpað okkur í húsnæðismálum framvegis ef vel tekst til.

Þeir sem hafa huga á að koma með marga ketti eru vinsamlegast beðnir að hafa þá í sem fæstum búrum en samt með tilliti til dýranna og regla um búrastærðir, æskileg hámarksstærð búra á þessum sýningum eru stóru járn hundabúrin sem eru allt að 109 sm löng. Engin hlið búrs má vera minni en 50 sm.
Hér má finna gátlista fyrir verðandi sýnendur með ýmsum nytsamlegum upplýsingum.

Opnað hefur verið fyrir skráningu á haustsýningar Kynjakatta 2019 sem haldnar verða 5. og 6. október næstkomandi. Skráning verður opin þangað til að það eru komnir 120 kettir eða til miðnættis 14. september 2019, skráningarformið er hér.

Minnum á að finna upplýsingar um kettina, skoða dagsetningar á bólusetningum og auðvitað taka frá helgina þannig að ekkert annað komi í veg fyrir þátttöku. Athugið að sækja þarf um ættbækur fyrir 7. sept ef þær eiga að fást afhendar fyrir sýningu, það sama á við skráningarskírteini fyrir húsketti sem að sjálfsögðu eru velkomnir á sýningar Kynjakatta að uppfylltum nokkrum skilyrðum.

Kær kveðja

Sigurður Ari Tryggvason
Formaður Kynjakatta
siggi@kynjakettir.is
s.895 3838