Ný einangrunarstöð hefur hafið starfsemi

11. janúar 2008

Hvatastaðir ehf. er í húsnæði gömlu einangruninnar í Hrísey. Einangrunarstöð fyrir gæludýr var starfrækt í umræddu húsnæði árin 1991-2006.

Í apríl 2006 hætti þáverandi rekstraraðili rekstri í húsnæðinu og hefur það staðið autt síðan. Umtalsverðar breytingar voru gerðar á húsnæði og umhverfi þess til að standast reglugerð nr.423/2003 um einangrunarstöðvar fyrir innflutt gæludýr.

Í húsnæðinu eru 12 klefar fyrir hunda og 4 klefar fyrir ketti. Hiti er í öllum gólfum og klefum sem auðvelt er að þrífa. Hægt er að hýsa 12-15 hunda og 4-6 ketti, alls 16-21 dýr í einangrunarstöðinni.

Fyrstu dýrin komu til dvalar í stöðina í 7. janúar 2008. Allt gekk að óskum og voru dýrin lent norður á Akureyri rúmum þremur tímum eftir að hafa lent á Keflavíkurvelli. Dýrin voru við komu í góðu ástandi og eru nú að venjast aðstæðum á áfangastað.

Þessar og allar nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Hvatastaða.