Haustsýningar Kynjakatta 2018

1. ágúst 2018

Opnað hefur verið fyrir skráningu á haustsýningar Kynjakatta 2018, en þær verða haldnar 6. og 7. október næstkomandi. Skráning er opin til að náð hefur verið 120 kettir eða til miðnætti 17. september 2018. Minnum á að finna upplýsingar um kettina, skoða dagsetningar á bólusetningum og auðvitað taka frá helgina þannig að ekkert annað komi í veg fyrir þátttöku. Athugið að sækja þarf um ættbækur fyrir 6. sept ef þær eiga að fást afhendar fyrir sýningu.

Sýningarnar verða haldnar í Funatröð 6, 262 Reykjanesbæ.
 Þemað verður að þessu sinni Goth.

Dómarar eru:

  • Kristiina Rautiio frá Finnlandi, Cat 1, 2 & 4d dómari
  • Marie Westerlund frá Svíþjóð, Allround dómari
  • Mira Fonsen frá Finnlandi, Allround dómari