Kattasýning helgina 1. og 2. október 2016

24. september 2016

Sýningar Kynjakatta standa yfir helgina 1. og 2. október í Reihöllinni í Grindavík, að Hópsheiði 34. Opið verður frá 10-16 báða daga fyrir almenning.

Samtals hafa 122 kettir verið skráðir, þar af 8 húskettir og til viðbótar eru 2 félagskettir.

Miðaverð inn á sýningunna er kr. 800 fyrir fullorðna og kr. 400 fyrir 12 ára og yngri. Einnig er 50% afsláttur af miðaverði fyrir öryrkja, eldri borgara og gegn félagsskírteini Kynjakatta.

Þema sýninganna er Hrekkjavaka.

Dómarar eru:
Annnette Sjödin frá Svíþjóð, formaður FIFe,
Stephe Bruin frá Hollandi,
Marteinn T. Tausen frá Íslandi.