Skráningu lokið á haustsýningar 2016

16. september 2016

Búið er að loka fyrir skráningu á haustsýningar Kynjakatta 2016. Samtals hafa 121 kettir verið skráðir, þar af 8 húskettir og til viðbótar eru 2 félagskettir.

Hægt er að skrá sig á biðlista hjá sýningarritara á netfangið vigdis@kynjakettir.is ef eitthvert plássið skyldi losna.

Sýningarnar fara fram fyrstu helgina í október, laugardaginn 1. og sunnudaginn 2. í Reiðhöllinni í Grindavík að Hópsheiði 34.