Frambjóðendur í stjórn Kynjakatta 2015

12. maí 2015

Félaginu hafa borist eftirfarandi framboð:

Formaður: Guðbjörg Hermannsdóttir

Gjaldkeri: Íris Ebba Ayjai

Ritari: Kristín Holm

Kynning á frambjóðendum

Formaður

"Ég heiti Guðbjörg Hermanns og er 35 ára gömul. Ég starfa sem kokkur og naglafræðingur, ég á 3 börn, mann, 5 norska skógarketti og einn Risa Schnauzer. Ég er hress-jákvæð og ákveðinn einstaklingur. ;)

Ég hef alla tíð átt kisur og eignaðist minn fyrsta skógarkött 2007. Síðan þá hef ég komið með 5 got og er með ræktunina Dark Queen.

Ástæðan fyrir mínu framboði er að mig langar að spreyta mig og tel mig geta sinnt þessu starfi vel. Ég veit að með nýju fólki verða breytingar og breytingar eiga að vera að hinu góða. Við erum öll í þessu félagi með sömu ástríðu og við getum gert frábæra hluti með þessi lykilatriði að leiðarljósi... Samvinna - Virðing - Vinátta og Jákvæðni."

 

Gjaldkeri

"Ég heiti Íris Ebba Ayjai og er ásamt fjölskyldu minni búsett í Sandgerði.

Ég er fisktæknir að mennt og nú stunda ég nám í gæðastjórnun Í Fisktækniskóla Íslands. Ég er eigandi ásamt eigin manni mínum Julius Ajayi af Arctic North ræktuninni en við erum að rækta Maine Coon."

 

 

Ritari

"Ég heiti Kristín og er 31 árs, gift, 3 barna móðir.

Ég hef frá unga aldri hreinlega elskað ketti! Það fyrsta sem ég gerði þegar ég flutti að heiman var að fá mér kött, þá 18 ára gömul. Svo fór bara boltinn að rúlla og köttunum fjölgaði með árunum. Ég eignaðist minn fyrsta norska skógarkött árið 2003 og varð ástfanginn! Núna eru þeir orðnir 5 sem búa hjá mér og ég komin í ræktun.

Núna langar mig að taka þetta skrefinu lengra og fá að sitja í stjórn Kynjakatta og fá að spreyta mig þar og taka meiri þátt innan félagsins."