Kynjakettir 25 ára

5. apríl 2015

Í dag, 5. apríl fagna Kynjakettir 25 ára afmæli.

Félagið var stofnað þann 5. apríl 1990 og voru forvígismenn stofnunar félagsins þeir Þórður J. Þórisson og Vignir Jónsson. Til gamans má geta að stofnfélagar voru um 40 en í dag eru félagsmenn vel yfir 200 manns.