Þema vorsýninga 2015

17. febrúar 2015

Skráningu á vorsýningar Kynjakatta lauk nú á sunnudag og varð þemað Gull & silfur fyrir valinu með yfirburða fjölda atkvæða!

Skráðir eru rétt rúmlega 100 kettir á vorsýningarnar sem haldnar verða þann 7. og 8. mars næstkomandi á Smáratorgi 1 í Kópavogi.

Kynjakettir auglýsa eftir aðstoð sýnenda við þrif á gólfinu á Smáratorgi en farið verður í það miðvikudagskvöldið 4. mars. Nánari tímasetning verður auglýst fljótlega.