Lagabreytingar fundur framundan

14. júní 2013

Sameinaður er framhaldsaðalfundur þar sem ætlunin er að tilnefna aganefnd og lagabreytingarfundur.

 Resturant Reykjavík þann 29.06.2013 kl 14:00, Vesturgötu 2, 101 Reykjavík
(,,blái salurinn" efri hæð)

Athugið að ræddar verða tillögur að lagabreytingum á þessum fundi.

VII. kafli: Breytingar á lögum

44. gr.

,,Lögum félagsins má breyta á aðalfundi eða sérstaklega boðuðum fundi með tveggja vikna fyrirvara, hið minnsta, og þurfa tveir þriðju hlutar fundarmanna að greiða atkvæði með lagabreytingum."

,,Tillögur skulu auglýstar á tryggilegan hátt. Í fundarboði skal þess getið sérstaklega að tillaga til lagabreytinga verði tekin til meðferðar á fundinum og skal efni hennar lýst. Lagabreytingin ölast gildi frá þeim tíma þegar hún er samþykkt á aðalfundi eða öðrum lagabreytingafundi."

Dagskrá fundarins:

1. Formaður Kynjakatta opnar fundinn og tilnefnir fundarstjóra sem stýrir umræðum og fundarritara sem heldur fundargerð.
2. Kosið verður um tillögur að lagabreytingum.
3. Skipun Aganefndar.
4. Önnur mál.
(vinsamlegast skilið inn skriflega í byrjun fundar til fundarstjóra ef óskað er eftir að taka upp málefni í önnur mál).

Áhugasamir að starfa í aganefnd næstu þrjú árin eru:

Anna Sigríður Sigurðardóttir
Ármann Þór Sveinsson
Guðbjörg Hermannsdóttir
Hrefna Jónsdóttir
Jón Magnússon
Rósa Jónsdóttir
Sverrir Ragnar Arngrímsson
 

Lög Kynjakatta eins og þau eru í dag.