Haustsýningar Kynjakatta, 4.-5. október 2014

27. september 2014

Hauststýningar Kynjakatta verða haldnar um næstu helgi, 4. og 5. október í Kauptúni Garðabæ, á móti IKEA. Opið verður báða dagana frá kl. 10-16 og er aðganseyrir 800 kr. 50% afsláttur er veittur gegn framvísun félagsskírteinis Kynjakatta.

Allir gestir með gildan miða geta síðan kosið sinn uppáhalds kött, en þeir skrá nafn eða númer kattarins aftan á miðann sem þeir skila í sérmerktan kassa í afgreiðslunni.

Þema sýninganna er eldur & ís. Sýnendur geta mætt milli 16 og 20 á föstudeginum 3. október til að setja upp búrin sín.

Við viljum síðan biðja alla um ganga vel um sýningarsvæðið og hjálpast til við að taka saman að sýningu lokinni á sunnudeginum.

Linkur á atburðinn á Facebook.

Kátar kisukveðjur,

stjórnin.