Aðalfundur 2019

Aðalfundur Kynjakatta var haldinn 27 apríl kl 13.00 í Garðabæ sal Dýraspítalans í GB, mættir voru 8 félagsmenn og 5 stjórnarmeðlimir .

Fundarstjóri og fundarritari kosinn

Sigurður Ari Tryggvason kosinn fundarstjóri  og Lilja Gísladóttir fundarritari.

1. Nefndir gera grein fyrir störfum sínum

Rósa Jónsdóttir gerði grein fyrir störfum rit- og auglýsingarnefndar.
Við sem nú erum í rit og auglýsinganefnd vorum að stíga okkar fyrstu skref í að safna greinum og auglýsingum fyrir útgáfu blaðsins á haustsýningu 2018. Úr varð glæsilegt blað með fullt af auglýsingum og flottum greinum og blaðið stóð undir sér sem skiptir náttúrlega öllu máli þegar verið er að gefa út blað. Aðalstarf ritnefndar og auglýsinganefndar eru þessi 2 blöð sem gefin eru út tvisvar á ári í tengslum við sýningarnar okkar sem haldnar eru á vorin og haustin og var ákveðið eftir haustið að vinna þetta meira saman sem sé rit og auglýsingarnefndin og hefur það samstarf gengið vel. Okkar mat eftir vorblaðið er að þetta gekk ótrúlega vel og auðveldaði alla vinnu þegar vinnan dreifist á báðar nefndir. Í vorblaðið var prófað að gera samninga við þá sem kaupa auglýsingar í blaðið og gátu þá fyrirtæki keypt auglýsingar í bæði blöðin og fengu afslátt af seinni auglýsingunni. Nokkrir nýttu sér þetta og auðveldar það okkur vinnu fyrir haustblaðið þar sem ekki þarf þá að safna eins mörgum auglýsingum heldur að hafa samband við fólk og athuga hvort þeir vilji nýja auglýsingu eða halda þeirri gömlu. Eins var ákveðið að þegar reikningar eru sendir út að senda blaðið okkar og þakkarbréf til þeirra fyrirtækja sem auglýstu í blaðinu. Við erum búin að brenna nokkrar brýr að baki okkur sem er ekki gott mál.
 Kær kveðja Rit og auglýsingarnefnd Kynjakatta.

Guðbjörg Hermannsdóttir gerði grein fyrir störfum sýningarnefndar.
Haustsýningar Kynjakatta voru haldnar í skemmuhúsnæði uppá Ásbrú og voru 104 kettir skráðir. Það var ekki salernisaðstaða í húsnæðinu og leigði því félagið tvöfaldan ferðasalernisklefa með vask og var með þeim flottari en maður hefur séð. Sýningin gekk vel og ekki komu nein vandkvæði upp. Vorsýningar Kynjakatta voru haldnar í reiðhöll Grindavíkur og voru 106 kettir skráðir. Eins og áður í reiðhöllum er kyndingin ekki nægileg og því fengum við lánaðan stóra hitablásara og einn master sem náði að kynda vel og halda hita. Í fyrsta skipti fengum við MAST í heimsókn vegna kvörtunar sem barst þeim varðandi kulda á sýningum. Tóku þau Sigurður Ari formaður og Guðbjörg Hermanns vel á móti þeim og fórum yfir aðstöðu sýningarinnar og úttekt var gerð, MAST hrósaði okkar félagi fyrir frábærann undirbúning og velferð kattanna á sýningum og lét fylgja að fleiri félög mættu taka okkur til fyrirmyndar.

2. Ræktunarráð gerir grein fyrir störfum sínum

Helga Karlsdóttir las skýrslu.
Ræktunarráð hafði samskipti gegnum vefpóst þar sem samþykktar voru ættbækur innfluttra katta.
Fleiri umsóknir hafa verið að berast um ræktunarnöfn heldur en undanfarin ár.

3. Stjórn félagsins gerir grein fyrir störfum sínum

Sigurður Ari Tryggvason las skýrslu stjórnar.   

4. Stjórn félagsins leggur fram endurskoðaða reikninga félagsins

Anna María Moestrup fór yfir reikningana/ársskýrslu félagsins. Heiðveig María Einarsdóttir endurskoðandi útbjó ársskýrsluna. (sjá skýrslu) (Vantar)

Í dag er betri flokkun á bókhaldslyklum til að félagið geti nýtt sér betur innskatt. Heiðveig aðstoðaði við bókhaldið en það er í Reglu bókhaldskerfi og greiðum tvo mánuði ca 12.000 þar sem við skráum allt árið í janúar og febrúar í kringum VSK skil og ársskýrsla gerð í leiðinni.
Félagsgjöld 2018 innheimtust illa ,var prófað að hafa greiðslurnar sem valgreiðslur í heimabankanum sem virtist rugla félagsmenn og sumir fundu ekki færslurnar. ( þetta átti að lækka kostnað við stofnun færslunnar ,en ekki þess virði miðað við innheimtur) Félagsgjöld fyrir 2019 komu í byrjun árs beint inn á heimabanka félagsmanna sem venjulegar kröfur og hafa skilað sér betur til félagsins núna.
Til að segja sig úr félaginu, þarf að senda inn uppsögn á stjórn, ekki nóg að hætta að greiða félagsgjaldið.

Reikningar samþykktir af öllum viðstöddum.

5. Ákvörðum Félagsgjalda

Lagt er til að þau séu óbreytt og var það samþykkt.
Fyrirspurn frá Arnari með að sýningargjöld hækkuðu ? Fyrsti köttur hækkaði um 400 kr og viðbótarkettir um 100 kr. Einnig spurði hann hvort rétt væri að hækka félagsgjaldið og lækka sýningargjöld in staðinn.
Stjórn taldi að það mundi fæla frá alla þá félagsmenn sem eru í félaginu og sýna sjaldan eða aldrei.
Helga – hugmynd að gefa afslátt ef félagsmenn eru að koma með margar kisur á sýningu er í skoðun.

6. Lagabreytingar

Skipulagsskrá fyrir minningarsjóð Þórðar J. Þórissonar
Hækkað hlutfall af félagsgjöldum Kynjakatta í 7% en tekið út ákvæði um að greiða af hagnaði af sýningum.
Sjóðnum heimilað að koma að fjármögnun á fræðslufundum.
Aðrar breytingar voru gerðar til að færa reglurnar nær nútímanum og vinnubrögðum síðustu ára og það má sjá breytingarnar nánar hér:
Breytingar samþykktar af öllum viðstöddum.

Lög Kynjakatta, Kattaræktarfélags Íslands
Breytingar voru gerðar til að færa reglurnar nær nútímanum, vinnubrögðum síðustu ára og taka af vafa um túlkun í einstökum liðum. Það má sjá breytingarnar nánar hér:
Breytingar samþykktar af öllum viðstöddum.

7. Kosningar til stjórnar

Í framboði  til formanns var Sigurður Ari Tryggvason .

Í framboði gjaldkera var Íris Ebba Ajayi.

Í framboði ritara var Laufey Hansen.

Niðurstaða kosninga var sú að þau hlutu öll atkvæði viðstaddra sem og 3 utankjörstaða atkvæði.

8. Kosningar tveggja félagsmanna til að endurskoða ársreikninga og einn til vara

Aðalfundur samþykkti einróma eftirfarandi aðila :

Kristín Hólm,Gísli Guðnason og Arnar Snæbjörnsson.

9. Kosningar þriggja félagsmanna í aganefnd og tveggja til vara.

Aðalfundur samþykkti einróma eftirfarandi aðila : 

Thelma Stefánsdóttir,Guðbjörg Hermannsdóttir,Ragna Vigdís Jónsdóttir og til vara Hanna María Ástvaldsdóttir og Arnar Snæbjörnsson.

10. Önnur Mál

Sigurður sagði frá ráðstefnu er hann fór á ásamt Guðbjörgu og Ásdísi í boði Royal Canin og að okkur biðist hugsanlega að fá eitthvað af framsögumönnum sem þar voru hingað til Íslands til að vera með fyrirlestur. Arnar nefndi að dýralæknar þurfa að halda fyrirlestra um heilsufari dýra og að þetta væri til að halda sérfræði réttindum.  Það væri sniðugt fyrir félagsmenn að nýta sér slíka fyrirlestra sem og dýralæknar . Ath að taka þyrfti gjald fyrir kynninguna til að tryggja að næg þátttaka náist.
Anna María spurði hvernig væri best að kynna slíka fyrirlestra ? td. á heimasíðu og spjallborði.
Stjórn útfæri þetta betur og kynni fyrir félagsmenn.

Sigurður talaði um minningarsjóðinn og að opið væri fyrir frjáls framlög. Áður var sjóðurinn notaður til að kaupa tímarit fyrir skrifsofu félagsmanna, í dag eru breyttir tímar engin  skrifstofa og samskipti og upplýsingaöflun fara mikið fram á netmiðlum.

Arnar ræddi um frumdýr sem kom upp í hans ræktun. Helga nefndi að þetta gæti hafa verið á landinu í mörg ár. Hreinlæti á sýningum skiptir miklu máli og mun stjórn bjóða upp á handspritt á næstu sýningum.

Mælt með að ræktendur tali saman og bjóði upp á fundi með nýliðum í ræktun.

FIFe fundur í maí nk. Helga fór aðeins yfir dagskrána þar.

Fjöldi félagsmanna eru í raun ómetanlegir styrktaraðilar sem greiða félagsgjöld en mæta ekki á sýningar, ath að gera meira fyrir félagsmenn fá afslætti hjá fyrirtækjum sem nýtast félagsmönnum og minnki þá brottfall úr félaginu. Félagsmaður sem ekki greiði félagsgjald í tvö ár verður tekinn af félagaskrá fyrir aðalfund seinna árið.

Kisukynning í Garðheimum,verður sennilega í október á sama tíma og heimssýning FIFE. Stjórn þarf að heyra í Garðheimum með að skoða t.d. ágúst - september frekar.

 

Fundi slitið kl 15.20

 

Tengd skjöl: