Haustsýningar 2021

24. ágúst 2021

Haustsýningar 2021

Kynjakettir áttu 30 ára afmæli vorið 2020 og höldum við upp á það með pompi og prakt á haustsýningum okkar 9. og 10 október 2021 í reiðhöllinni í Víðidal.
Þemað verður perlur og gull.

Vegna ástandsins í þjóðfélaginu vegna COVID-19 þá munum við þurfa að aðlaga sýningahald að gildandi reglum um sóttvarnir til að tryggja öryggi sýnenda og starfsfólks sýninga. Eins og staðan er núna þá verður að:
* Takmarka fjölda eða loka á gesti á sýningunni
* Allir skulu bera grímur og halda 1 metra fjarlægð milli einstaklinga sem ekki eru í nánum tengslum
* Takmarka niður í 1 sýnenda per kött ef hægt er(endilega hafið samband ef þið þurfið undanþágu)
* Dómþjónar bera kettina upp í dóm og takmarkað aðgengi að dómurum
* Möguleiki á að takmarka viðveru á svæðinu með tveimur lausnum, fer eftir fjölda skráninga og verður kynnt síðar.

Dómarar verða:

Aliosha Romero all breed
Marteinn T. Tausen all breed

Til að fagna 30 ára afmælinu almennilega þá bjóðum við uppá 30% afslátt af sýningagjöldum fyrir félagsmenn.

Verðskrá:
Fyrsti köttur 6.300 kr með afslætti: 4.410 kr
Annar köttur o.fl. 4.200 kr með afslætti: 2.940 kr
Got (lágmark 3 kettlingar) 12.900 kr með afslætti: 9.030 kr
Húsköttur 2.500 kr með afslætti: 1.750 kr
Félagsköttur (ekki dæmdur) 2.200 kr
Litadómur 1.800 kr

Skráning er opin til 18.september.