Vorsýningar 2019

9. janúar 2019

Senn líður að vorsýningum Kynjakatta og vonandi allir farnir að huga að undirbúningnum.

Sýningarnar varða haldnar 9. og 10. mars en staðsetning óákveðin og öll hjálp vel þegin við leit að húsnæði.

Opnað hefur verðið fyrir skráningu á sýningarnar og lokað verður 14. febrúar eða þegar 120 kettir eru komnir á skrá.

Þeir sem hafa áhuga á því að vera dómþjónar er hvatir til að kynna sér málið og hafa samband við stjórn.

Þema sýninganna er það þessu sinni glamúr :)

Góðar sögur eða greinar til að birta í blaðinu okkar eru alltaf vel þegnar svo og ábendingar um áhugaverða hluti til að skrifa um.

Nánari upplýsingar koma síðar og þessi tilkynning uppfærð jafnóðum og hlutirnir skýrast.

Kveðja
Stjórn Kynjakatta