Fréttir og tilkynningar

26 mars 2019

Aðalfundur Kynjakatta 2019


Aðalfundurinn verður haldinn 27.apríl næstkomandi í salnum á móts við dýraspítala Garðabæjar,tímasetning kemur síðar

Mál þessi skulu tekin til meðferðar á aðalfundi:
1. Nefndir gera grein fyrir störfum sínum.
2. Ræktunarráð gerir grein fyrir störfum sínum.
3. Stjórn félagsins gerir grein fyrir störfum sínum.
4. Stjórn félagsins leggur fram endurskoðaða reikninga félagsins.
5. Ákvörðun félagsgjalda.
6. Lagabreytingar.
7. Kosningar til stjórnar, að þessu sinni formaður, ritari og gjaldkeri.
8. Kosningar í embætti tveggja félagslegra skoðunarmanna og eins til vara.
9. Kosning þriggja félagsmanna í aganefnd og tveggja til vara.
10. Önnur mál.

Framboðum í stjórn og nefndir þurfa að berast fyrir 13.apríl og tillögur að lagabreytingum þurfa að
berast fyrir 7.apríl til stjórnar félagsins á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Kveðja
Stjórn Kynjakatta

9 janúar 2019

Vorsýningar 2019

Senn líður að vorsýningum Kynjakatta og vonandi allir farnir að huga að undirbúningnum.

Sýningarnar varða haldnar 9. og 10. mars í reiðhöllinni í Grindavík.

Lokað hefur verðið fyrir skráningu á sýningarnar og 106 kettir eru komnir á skrá.

Þeir sem hafa áhuga á því að vera dómþjónar er hvatir til að kynna sér málið og hafa samband við yfirdómþjón.

Nánar...

24 nóvember 2018

Átt þú skemmtilega sögu af kettinum þínum?

Ef þú ert félagsmaður Kynjakatta og átt einhverja skemmtilega sögu af kettinum þínum þá máttu endilega deila henni með okkur! Okkur langar til að birta skemmtilegar kattasögur í fréttablaðinu okkar sem verður gefið út fyrir sýningar Kynjakatta.

Nánar...