Fréttir og tilkynningar

2 mars 2015

Þrif og uppsetning fyrir sýningu

Kæru félagsmenn, sýnendur og aðrið sem vilja hjálpa til,

Við ætlum að hittast kl. 17:30 á fimmtudaginn til þess að þrífa gólið og setja upp sýninguna á Smáratorgi 1.

Nánar...

27 febrúar 2015

Leitum eftir dómþjónum á vorsýningar 2015

Þessi sæti kisulingur heitir Úlfur og verður á vorsýningunum um næstu helgi, 7. og 8. mars ásamt 107 öðrum fallegum kisukeppendum. Sýningin er haldin á Smáratorgi 1 í Kópavogi.

Kynjakettir leita eftir dómþjónum til þess að aðstoða við sýninguna.

Nánar...

17 febrúar 2015

Þema vorsýninga 2015

Skráningu á vorsýningar Kynjakatta lauk nú á sunnudag og varð þemað Gull & silfur fyrir valinu með yfirburða fjölda atkvæða!

Nánar...

31 janúar 2015

Skráning er hafin á vorsýningar 2015

Skráning er opin þar til þessi tengill lokast:
,,skráningar á næstu alþjóðlegu sýningar Kynjakatta".

Vorsýningarnar í ár verða óvenju snemma, helgina 7. og 8. mars, en ákveðið var að hafa þær ekki nálægt páskunum þetta árið svo sem flestir gætu tekið þátt. Sýningin verður haldin á Smáratorgi, í húsnæðinu þar sem Sports Direct var.

Nánar...

29 janúar 2015

Gögn fyrir sýningu þarf að póstleggja í síðasta lagi 5. febrúar

Ræktendur katta sem ætla að sýna á vorsýningum Kynjakatta þann 7. og 8. mars næstkomandi þurfa að póstleggja öll gögn til skráningarsstjóa í síðasta lagi 5. febrúar. Athugið að póststimpillinn gildir.

Nánar...