Fréttir og tilkynningar

25 febrúar 2017

Aðalfundur í maí

Aðalfundur Kynjakatta verður haldinn laugardaginn 13. maí. Staðsetning og tímasetning verður tilkynnt þegar nær dregur.

Eftirfarandi stöður eru lausar hjá félaginu:

  • Formaður
  • Ritari
  • Gjaldkeri
  • Auglýsingastjóri

Nánar...

25 febrúar 2017

Skráningarstjóri verður frá í nokkrar vikur

Athugið ræktendur og aðrir sem óska eftir ættbókum: Skráningarstjóri verður frá í nokkrar vikur og þurfa því allar ættbókaumsóknir sem þurfa að vera tilbúnar fyrir sýningu að berast í seinasta lagi 1. mars 2017.

Nánar...

1 febrúar 2017

Opið fyrir skráningar á vorsýningar 2017

Búið er að opna fyrir skráningar á vorsýninar Kynjakatta 2017. Vorsýningar munu standa yfir helgina 1. og 2. apríl í Reiðhöllinni í Grindavík og er þema sýninganna að þessu sinni Blátt.

Nánar...

28 janúar 2017

Styttist í vorsýningar Kynjakatta

Opnað verður fyrir skráningar á vorsýningar Kynjakatta miðvikudaginn 1. febrúar næstkomandi. Vorsýningar munu standa yfir helgina 1. og 2. apríl og er þema sýninganna að þessu sinni Blátt. Athugið að lokað verður fyrir skráningar þegar 100 kettir hafa verið skráðir en hægt verður að setja á biðlista ef einhverjir detta út.

Nánar...

16 janúar 2017

Áminning til ræktenda

Kynjakettir vilja vekja athygli á því að breyting á reglum Kynjakatta um útgáfu ættbóka tóku gildi núna 1. janúar síðastliðinn. En þessi viðbót var samþykkt á aðalfundi félagsins í fyrra, þann 21. maí 2016.

Vert er að minnast einnig á reglugerð um velferð dýra sem gefin voru út af ríkinu fyrir akkúrat ári síðan, þann 16. janúar 2016, þar sem fram kom að óheimilt er að nota læðu til undaneldis nema hún sé heilbrigð, hafi náð til þess líkamlegum þroska og sé ekki yngri en 12 mánaða.

Nánar...