Fréttir og tilkynningar

1 október 2017

Haustsýningar Kynjakatta 2017

Haustsýningar Kynjakatta eru helgina 7. og 8. október 2017 í húsnæði Dýraríkisins í Holtagörðum, en nýjir eigendur voru svo góðhjartaðir að hýsa sýninguna að þessu sinni. Athugið að aðgangur er ókeypis að þessu sinni en mun fréttablaðið verða selt á 400 kr.

Nánar...

4 ágúst 2017

Skráning á haustsýningar Kynjakatta 2017

Nú styttist í haustsýningar Kynjakatta 2017, en þær verða haldnar 7. og 8. október næstkomandi. Þemað verður að þessu sinni skært og skræpótt. Skráning er nú þegar hafin og stendur til og með 7. september. Athugið að sækja þarf um ættbækur fyrir 7. sept ef þær eiga að fást afhendar fyrir sýningu. Staðsetning sýningarinnar verður að þessu sinni í Dýraríkinu í Holtagörðum en nýjir eigendur Dýraríkisins komu félaginu til bjargar í húsnæðisleitinni.

Nánar...

26 júlí 2017

Ertu hugmyndaríkur?

Ný stjórn félagsins hittist þann 12. júlí síðastliðinn og fundaði saman í fyrsta sinn. Fyrsta málefnið á dagskrá var að skipa í stöður og nefndir innan félagsins. Búið er að uppfæra hér á vefnum okkar allar nýjar stöður.

Nánar...

5 júlí 2017

Aðalfundur 2017

Aðalfundur Kynjakatta varð tvískiptur þetta árið og fór fyrri fundurinn fram sunnudaginn 21. maí en framhaldsfundur sunnudaginn 2. júlí. Það var vegna þess að ekki var unnt að fara yfir ársskýrslu ársins 2016 á fyrri fundinum.

Alls sátu 46 manns fyrri fundinn en 19 þann seinni.

Nánar...

20 júní 2017

Framhaldsaðalfundur Kynjakatta 2017

Félagsmenn athugið: ákveðið hefur verið að halda framhaldsaðalfund sunnudaginn 2. júlí næskomandi kl. 18. Fundurinn fer fram í húsnæðinu á móti Dýraspítalanum í Garðabæ, eða að Kirkjulundi 19.

Nánar...